Skírnir - 01.01.1972, Page 82
80
ÓLAFUR JÓNSSON
SKÍRNIR
lítið varð í þeirri gerð úr liinum pólitíska efnisþætti og hugmynda-
forða sögunnar - en án þess að hinu pólitíska efni hennar séu gerð
ýtarleg skil er Atómstöðinni alls ekki til skila haldið. I þetta sinn
risu heldur engar úfar af efni sögunnar. Einhver kynni að segja að
hinar vinsamlegu viðtökur sem leikurinn hlaut sýndu það, einar
sér, að ádeilubroddar sögunnar væru all-slæfðir í þessari gerð
hennar.
Það má vera að færri verði til þess nú en áður að taka undir
orðafar kalda stríðsins í munni dr. Búa Árlands í Atómstöðinni:
að heiminum sé skipt upp milli austurs og vesturs, kommúnisma
og kapítalisma. „Vígvöllurinn liggur eftir öllum löndum, öllum sjó,
öllu lofti; en einkum þó gegnum vitund okkar sjálfra,“ stendur þar.
Heimurinn er að sönnu „atómstöð“ enn í dag, og staða Islands
enn sem fyrr ótrygg í heiminum. Og hugsun Búa Árlands væri
hægurinn hjá að orða upp á nýtt við hæfi breyttra tíma, heims
sem skipt er upp á milli auðs og örbirgðar, ríkra þjóða og snauðra,
tækniheims og þriðja heims . . .
Hver er þá sú von sem bókin ber - hver er pólitísk stefna Atóm-
stöðvarinnar og hver hafa áhrif hennar orðið? En það er í sem
stytztu máli sögulausn og niðurstaða hennar að fögur sé hlíðin,
blómin ófeig og bjargist jafnan af, trúin á allífsbrekkuna grænu.
Á bak við alla orðaleiki organistans, nútímalegan hugmyndaforða
Atómstöðvarinnar býr innst inni einhvers konar dulvituð og íhalds-
söm þjóðernisstefna, meir eða minna trúarblandin, sem síðan hef-
ur orðið enn berari í mörgum seinni ritum Halldórs Laxness.
Var ekki líka organistinn fyrsta heila mannlýsing Halldórs sem al-
farið mótast af margumræddum „taóisma“ hans?
5
I lokakaflanum í Húsi skáldsins fjallar Peter Hallberg um stíl
Halldórs Laxness, huglægni og hlutlægni hans. Þetta er eins og
hann segir sjálfur fjarska yfirgripsmikið og mikilvægt rannsóknar-
efni, nóg verkefni í sérstaka bók:
Til eru skáldsögur, þar sem málið lætur óvenjulítið yfir sér, gegnir að vísu
nauðsynlegu, en þó minni háttar hlutverki sem tæki til að lýsa atburðum. I
verkum Halldórs geta einstök orð eða orðasambönd hinsvegar orðið sjálflýs-
andi. Þau hafa gildi í sjálfum sér eins og í kveðskap. Vafalaust er þetta skáld