Skírnir - 01.01.1972, Síða 83
SKÍRNIR
I HEIMI SAGNAMANNS
81
fyrst og fremst sagnamaður, en jafnframt hefur hann svipaða afstöSu og ljóð-
skáldið til málsins. Þeim, sem rannsakar skáldskap hans, finnst hann í raun-
inni ekki hafa hreyft við kjarna málsins, fyrr en hann hefur fjallað um stílinn
og vandamál hans. Þar er höfuðvettvangur listamannsins.28
I sínu samhengi í bókinni veitir kaflinn um stílinn lesanda yfir-
sýn yfir skáldskaparaðferðir Halldórs, sífellt listrænt vandlæti og
kröfugerð hans til sjálfs sín, og stílþróun hans til síaukinnar hlut-
lægni í stíl, hugsýn listarinnar sem óháðs, sjálfbjarga heims. En
hugtök hans „huglægni" og „hlutlægni“ varða meiru en stílfræði
eina saman. Hallberg lýsir list Halldórs eins og hún þróast á spennu-
sviði milli tveggja skauta, hinnar siðferðislegu kröfu um hluttekn-
ingu skálds og skáldskapar í stríðandi lífi samtímans annars vegar,
hins vegar hinnar fagurfræðilegu kröfu listarinnar sjálfrar vegna
um fullkomnun verksins. Sjálfstæð veröld listarinnar er ævinlega
gerð úr efniviði veruleika. Og ályktunarorð hans í þessum kafla
lýsa tvíþættri hollustu skáldsins við listsköpun sína og lífið sjálft,
sem síður en svo felur í sér mótsögn heldur er hún beinlínis for-
senda skáldskapar hans, segir Hallberg.
Margir aðrir gagnrýnendur hafa tekið í svipaðan streng og talað
mn „díalektískan“ eða „antitetískan“ stíl Halldórs. í bók sinni imi
hann, sem mikið og margt á að þakka rannsóknum Hallbergs, eins
og reyndar fleira sem skrifað hefur verið um Halldór, ræðir t. a. m.
Ivar Eskeland ýtarlega um spenntma milli einstaklings og þjóð-
félags, hins einstaklingslega og sammannlega, þjóðlega og alþjóð-
lega í skáldsögum hans - og dregur síðan af lestrinum siðferðislegar
ályktanir urn mannlífið:
Sa lenge det finst den livsens primitive frumkraft som hjá Salka Valka,
Bjartur eller Ugla, sá lenge finst det enno lysande von for menneskja, jam-
vel om krafti tidt vert pydd i blinda. Sá lenge det finst unyttige godmenne og
drpymarar som Olafur Kárason, sá lenge kan me vente med von pá ei „sol frá
oppstodedagen“. Men til dess folket íor alvor er fritt, og til dess gagnlpysor,
fagerdomselskarar og drpymarar fár sin rettkomne plass i soli, til dess vil
samvitsvare menneskevener som Halldór Kiljan Laxness halde fram med si
dikting.2 7
Það er vísast að leið til skilnings á hugmyndafræði, liugmynda-
heiminum í sögum Laxness liggi um stílfar þeirra. T. L. Markey
hefur tekið sér fyrir hendur að bera saman Knut Hamsun og Hall-
6