Skírnir - 01.01.1972, Síða 84
82
ÓLAFUR JÓNSSON
SKÍRNIR
dór Laxness - eins og Peter Hallberg hafði reyndar áður gert.
Hallberg komst í stytztu máli að þeirri niðurstöðu Halldórs sjálfs
að sögur hans og Hamsuns, Salka Valka og Sjálfstætt fólk, Konerne
ved vandposten og Markens gröde, séu „bersýnilega með andstæð-
um forteiknum“ í öllum efnum.28 En Markey þykist koma auga á
djúpstæðari Kkingu eða skyldleika þeirra sem hann ættfærir jafn-
harðan við Rousseau. Hann segir (um Sjálfstætt fólk):
Laxness is asking why it is that mankind having occupied quarters where
civilization should have made him so happy, is filled with Angst and has failed
to enter into the expected and anticipated happiness. Further he is asking if
man, once removed from civilization and created independent, can enjoy the
happiness he failed to enjoy in society. These questions are, furthermore,
exactly those asked by Knut Hamsun in Markens Gröde.29
En sænskur gagnrýnandi, Lars-Göran Eriksson, hefur fyrir löngu
bent í lærdómsríkri grein á líkindi með sögum Dostojevskís og
Halldórs Laxness, einkum með Ólafi Kárasyni og Aljosja Karama-
zov og Myskín fursta hjá Dostojevskí. í ljósi þessarar líkingar
setur hann lífsýn og list Halldórs Laxness í samband við kenning-
ar Erich Auerbachs í riti hans Mimesis xun skaut fornrar kristinnar
tvíhyggju, hins „háa“ og „lága“ (humilitas, sublimitas) sem móti
á milli sín raunsæi klassískra evrópskra bókmennta. En þessi efni
hafa ekki aðrir tekið upp til frekari athugunar.
Allar athuganir á stíl og formgerð skáldsagna fela jafnharðan í
sér skilgreiningu á stöðu sögumanns, ígildi höfundarins í verkinu.
Laxness talar á einum stað um sköllóttan höfund sem „hmir kókett-
lokk á ennið á sér til að láta standa niðrundan hattinum þegar hann
fer að lýsa fiskiþorpi norðrundir heimskautsbaug“.30 Er hann þá
ekki, þótt í hálfkæringi sé, að lýsa sínum sjálfráða „hamsúnska“
stílshætti á Sölku Völku? En þetta sjálfræði stílsins, persónuleg ná-
vist sögumanns í verkinu, er einmitt það sem einkum virðist sam-
merkt með list Hamsuns og Halldórs Laxness hvað sem hugmynda-
fræðilegum ágreiningi líður í milli skáldsagna þeirra.
Rússneskur gagnrýnandi, Svetlana Nedelyaeva-Steponavichiene,
hefur fjallað í nokkrum ritgerðum um stílinn á Heimsljósi, þar á
meðal í nýlegri grein í afmælisriti tímaritsins Scandinavica um
Halldór. I grein sinni gagnrýnir hún hugmyndir Peter Hallbergs um
öndverð skaut „huglægni“ og „hlutlægni“ í stíl hans, en freistar þess