Skírnir - 01.01.1972, Side 85
SKÍKNIR
I IIEIMI SAGNAMANNS
83
að skilgreina upp á nýtt sloðu sögumanns í Heimsijósi með hugvit-
samlegum hætti. Olafur Kárason segir sögu sína sjálfur, segir hún,
öll frásögnin er. upprifjun ævi hans á meSan Ölafur heldur upp á
jökulinn, allt frá þeim degi að Ólafur stóð lítill drengur í fjörunni
í Ljósuvík.
Þessi hugmynd er reist á þeirri raunréttu athugun að frásögnin
í Heimsljósi fer frá upphafi til enda fram á skynsviði Ólafs Kára-
sonar. Sögumanns í verkinu er vissulega að leita í næsta námunda
Ólafs, — hann ber uppi að baki Ólafs, ögn hærra staddur, sjónar-
horn sögunnar alla tíð ögn víðara en Ólafs sjálfs. Er nokkur neinu
nær þótt sagt sé að þessi sögumaður sé í rauninni Ólafur Kárason
á leið sinni á jökulinn, eða eru viðhlítandi rök merkjanleg fyrir
slíkum skilningi í formgerð sögunnar? Það sker að sjálfsögðu úr
um gildi ritskýringar, hvort hún auðveldar skilning á aðferð og
markmiðum verksins, og eykur þar með afnot lesanda af því.
Önnur hugvitsamleg bókmenntaskýring kemur fram í þeirri
skoðun Kristjáns Karlssonar að Islandsklukkan sé dramatískt verk
fremur en epískt:
Fram til Jpess tíma, að Halldór semur Islandsklukkuna, höfðu sögur hans
verið raunsæisverk, að minnsta kosti í formlegum skilningi: breiðar, yfirgrips-
miklar, hægfara, fullar af aukaatriðum eins og veruleikinn. Form Islands-
klukkunnar er hins vegar bæði strangara og flóknara. Breyting sú, sem gerzt
hefir, er með öðrum orðum Jjessi, að hinar fyrri sögur eru í aðalatriðum frjáls-
ar frásagnir: Islandsklukkan er drama. Höfundur hverfur frá formfrelsi því,
sem er elzta hefð nútímasögunnar, og snýr aftur til fornsögunnar og hins
sígilda harmleiks, frá óbundnu formi til bundins. Ilin þrískipta gerð Islands-
klukkunnar er í raun og veru hinn harmsögulegi forngríski þríleikur: hver
saga hennar, hvert „bindi“ er sjálfstæð endurtekning hins sama höfuðtema
eftir reglu þríleiksins. Vitaskuld má finna marga leikræna kaíla í þeim sögum
Flalldórs, sem á undan vóru komnar, en aðalform þeirra eru aldrei dramatísk.31
I grein sinni í Scandinavica um samræður í íslandsklukkunni tek-
ur Peter Hallberg á hinn bóginn stílfarslegt atriði til marks um ná-
vist sögumanns í verkinu eða það sem hann kallar ó-dramatískan og
epískan eiginleika stílsins. Það er sá samtalsháttur þar sem þátttak-
endur virðast tala hver í sína áttina og framhjá hver öðrum - al-
gengur og einatt raunsæislega með hann farið bæði í Islandsklukk-
unni, Heimsljósi og Sjálfstæðu fólki. En þar má greina návist höf-
undar, sögumann að starfi í skipan hlutverkanna, stefnumótun sam-