Skírnir - 01.01.1972, Qupperneq 86
84
ÓLAFUR JÓNSSON
SKÍRNIR
talsins. í annan stað tekur hann stundum að mæla fyrir munn sögu-
fólksins, þeirra orðum — svo sem í hinni frægu ræðu Jóns Hregg-
viðssonar um Snæfríði íslandssól yfir flagðinu með krúnginn, konu
Arnasar, ellegar orðum blinda betlarans á Þingv'öllum.
Samræður eru óvenjumikill hluti af öllum texta íslandsklukkunn-
ar sem að sínu leyti skýrir hversu auðvelt reyndist að snúa sögunni
í leikritsform. Hallberg birtir í grein sinni nákvæmar tölur um þessi
hlutföll sem einar saman leiða í ljós hvernig þrjár aðalpersónur
sögunnar skiptast á um hlutverk „söguhetju“ - Jón Hreggviðsson,
Snæfríður, Amas Arnæus, hvert í sínu bindi sögunnar.
Umræður mn hin seinni skáldrit Halldórs Laxness, bæði skáld-
sögur og leikrit hans, beinast brátt að lífskoðun þeirra.
En það taó sem verður nefnt með nafni er ekki hið eilífa taó . . .
I grein sinni um Halldór og taóismann, „Litla bókin um sálina og
Halldór Laxness“, bendir Peter Hallberg á það að hugmyndir sínar
um taó tengi Halldór snemma við líf íslenzkrar alþýðu, einfalda
lífshætti og óbrotnar manneskjur, oft aldraðar. Þeirra er sú menn-
ing hjartans sem hún amma hans var gædd og frá er sagt í Alþýðu-
bókinni - og lýsti sér í gamansemi, elju, afskiptaleysi af trúmálum,
jafnaðargeði í sorgum, kurteisi við bágstadda, hugulsemi við ferða-
menn, óbeit á leikaraskap, góðsemi við skepnur. Lýsingu gamals
sjómanns, formanns í fimmtíu vertíðir án þess að komast nokkru
sinni í hann krappan, aldrei í meiri lífsháska á miðum úti en í stof-
unni heima hj á sér, en fórst allt vel sem hann tók sér fyrir hendur,
tengdi hann berum orðum við hugmyndina um taó í grein frá 1944:
Látlausari, hlédrægari og góðviljaðri öðlíng þekti ég ekki. Alt sem kom ná-
lægt honum lifði. Af tali um hversdagslegustu hluti við hann skildist manni
betur orðið taó, alvaldið sem vinnur án erfiðismuna og hættu, kemur öllu
til þroska, sigrar án hetjuskapar og er voldugt án frægðar.32
Séu þau auðkenni sem nú var lýst, menning hjartans, hin haga
hönd og jafna geð, kennd við taó, þar sem þau koma fyrir í skáld-
sögum Halldórs Laxness, þá eru taóistar hans fólk eins og Hallbera
gamla í Sjálfstæðu fólki, gömlu hjónin í jökulkotinu í Heimsljósi,
Falur í Eystridal, hún amma og hann afi í Brekkukoti. Það heyrir
til öðrum heimi en við sem lesum, annarri öld: veröld þess sleppir
handan við krosshliðið í Brekkukoti. En með organistanum í At-
ómstöðinni, eftirlitsmanninum í Brekkukotsannál þokast taóistarnir