Skírnir - 01.01.1972, Page 87
SKIRNIR
I HEIMI SAGNAMANNS
85
fram á sjónarsvið í skáldsögunum. í brennipunkt sögu er taóistinn
samt ekki kominn fyrr en með Steinari í Hlíðum í Paradísarheimt.
I ritdómi um söguna nýútkomna vék Kristján Karlsson að því að
Paradísarheimt bæri ótvírætt ýmis einkenni píkaresk-sagna:
Nú væri víst ekkert fjær sanni en kalla hinn lítilláta hugsjónamann Steinar
í Hlíðuin skelmi eða skálk. Og samt - er hin undirfurðulega hógværð hans í
skiptum við höfðingja og stórbokka fullkomlega einlæg eða alltaf einlæg að
minnsta kosti? Hún er bæði eðli hans og þrautreynd sjálfsvöm, ólíkindalæti
í og með . . . Og ennfremur: Er ekki höfundur að sýna okkur með karakter
Steinars hve mjótt er einatt á mununum með hugsjónamanninum og sannleiks-
leitandanum annars vegar og illmenninu hins vegar? Eða fer ekki þetta ein-
staka góðmenni fyrirvaralaust frá fólki sínu út í heim „að leita sannleikans“
og skilur það eftir varnarlaust fyrir örbirgð og yfirgangi stórbokka? Það er
einmitt þessi siðferðilega tvíræðni, sem gefur söguhetjunni hennar sterka,
dularfulla líf. 011 sagan er margræð.33
I ritgerð sinni um Brekkukotsannál, sem fyrr var getið, ræddi Sig-
fús Daðason meðal annars nokkuð um heimspekilega afstöðu verks-
ins: „Ef við viljum finna siðferðilegan boðskap í Brekkukotsannál
. . . þá ber sjálfsagt að leita hans í þeim anda umburðarlyndis sem
streymir um bókina.“ I annari grein nokkrum árum síðar, um Sjö-
stafakverið, er aftur vikið að þessu efni. Sigfús fjallar nú í löngu
og ýtarlegu máli um söguhetju hinna seinni verka Halldórs, persón-
una X sem hann nefnir svo og telur vera tilraun höfundarins til
að skapa „jákvæða persónu“: „Persónan X er sú „hetja vorra tíma“
sem höfundurinn hefur stofnað sem andsvar við óskapnaði vorra
tíma: lausn hans á þeirri ráðgátu hvernig hægt sé að vera maður
á óttalegum tímum; í þeim skilningi er hún „jákvæð persóna“,
. . . auk þess er hún persóna sem höfundurinn á beina aðild að
en skoðar ekki úr gagnrýninni fjarlægð; hún er mannshugsjón
... og þar í felst þegar vottur veikleika.“ En nú er hugsjón hins
umburðarlynda manns, sem lofuð var í Brekkukotsannál, vísað á
bug sem markleysu:
Kannski er lokaskýring persónunnar X sú að' þjófffélagið íslenzka var að
mörgu leyti miffaldaþjófffélag fram á þessa öld; sú ómeffvitaða staffreynd hefur
háff mörgum íslenzkum rithöfundum þessara tíma í viðleitni þeirra aff skilja
heiminn; Halldóri Kiljan Laxness hefur víst ekki einusinni tekizt að vinna bug
á henni. Ógagnrýnin vegsömun hinnar „íslenzku skapgerffar" er ekki heldur til
þess fallin aff verffa grundvöllur lifandi mannshugsjónar, og raunar má segja aff