Skírnir - 01.01.1972, Side 88
86
ÓLAFUR JÓNSSON
SKÍRNIR
haldleysi persónunnar X komi því betur í ljós sem þessi þáttur hennar er fyrir-
ferðarmeiri. Með tímanum hefur hún orðið lítið annað en form, klisja, tómt
mót . . . Það er sannast sagna að hugsýn hinnar „íslenzku skapgerðar“ er
löngu orðin lítt bærilegt stokkmótif sem mjög þarfnast gagnrýni. Og auðvitað:
sú gagnrýni er líka til í ritum Halldórs Laxness!3 4
Sjálfsagt reynist torvelt að komast fyrir hugmvndafræði hinna
seinni rita Halldórs Laxness af neinu einu þeirra. Lífskoðun, heim-
speki þeirra er ekki frekar en áður söm og jöfn bók fyrir hók
heldur breytileg og í mótun, og verður að sjá hana í samhengi
hinnar skáldlegu sköpunar. Endanlega ráð'así: viðbrögð lesanda við
veröld verksins af stíl og málsnilld höfundar, hvort hann má til að
taka það fyrir gilt. En vera má að Kristnihald undir Jökli megi
sjá sem einskonar útdrátt og niðurstöðu, til bráðabirgða, af hin-
um heimspeki- eða lífspekilega efnisþætti í skáldskap Halldórs á síð-
ustu árum, hvort sem menn kjósa að kenna þetta efni við taóisma
eða eitthvað annað.
I næmlegri sundurgreiningu efnis og hugmyndanna í Kristnihaldi
undir Jökli kemst Vésteinn Ólason að þeirri niðurstöðu að það sé
„trúin á lífið og ódauðlegt, óútskýranlegt undur þess“ sem sé rauði
þráðurinn í lífskoðun Jóns Prímusar og með honum sögunnar. En
lykil að sögunni finnur hann í formgerð hennar:
I sögu Umba birtist valið milli þess að lifa eða lifa ekki í nýrri mynd, hún
er umfram allt sagan um andstæðuna milli þess að athuga lífið og gefa um
það skýrslu, og hins vegar að lifa því. Skýrslugerðarmenn og skáld eru í þeirn
vanda staddir að skilja ekki lífið nema lifa því fyrirvaralaust, en geta ekki
snúiff lífsreynslunni í gilda skýrslu nema fjarlægjast lífið á ný og athuga
þaff utan frá með fyrirvara. Etv. má orða þetta þannig að það séu örlög skálds-
ins að lifa stöðugt í tveimur heimum, en verða þó aff leitast við að vera heill
maffur í lífi og heill í skáldskap.
Það er freistandi að lesa söguna um ferð Umba undir Jökul sem ævintýri
um rithöfundinn sem sendur er til lítillar þjóffar - effa til mannkynsins alls
- að athuga og lýsa, en verður fyrir því að dragast inn í mannlífið og lifa
undur þess. Kristnihald undir Jöldi er eins og sagt var í upphafi sjálfstæffur
heimur sem hægt er að skilja sem mynd af mannlífinu. Hlutverk og örlög
Umba í sögunni eru staðfesting þess að myndin verður ekki skilin frá aug-
unum sem sjá, sagan ekki frá þeim sem segir hana.35
Þetta ber að sama brunni og athuganir annars höfundar, Preben
Meulengracht Sörensens, á Innansveitarkroniku: