Skírnir - 01.01.1972, Síða 91
MATTHÍAS JOCHUMSSON
Bréf til Hornafjarðar
Skarphéðinn Pétursson bjó til prentunar
Þao kom í ljós í fyrra að á Stafafelli í Lóni væri mikið safn gamalla bréfa
og skjala. Bréfin eru til þeirra síra SigurSar Gunnarssonar á HallormsstaS
(d. 1878), síra Jóns Jónssonar á Stafafelli, tengdasonar hans (d. 1920) og Sig-
urSar Jónssonar bónda á Stafafelli (d. 1972). I þessu safni er margt merkra
bréfa, en hér eru valin til birtingar bréf frá sr. Matthíasi Jochumssyni til
sr. Jóns. - Bréfin eru prentuS stafrétt eftir handriti nema á stöku staS eru
lagfærS alveg augljós pennaglöp.
Steingrímur Matthíasson safnaSi bréfum föSur síns og gaf þau út áriS 1935.
Þar í flóði eru 12 bréf til sr. Jóns, en hér eru 17, er ekki fundust þá.
Jón prófastur á Stafafelli fæddist á Melum í HrútafirSi 1849, varð stúdent
1869 og guðfræðingur 1874. Prestur í Bjarnarnesi varð hann 1875, prófastur
1876, prestur á Stafafelli 1891 og til æviloka 1920. Alþingismaður Austur-
Skaftfellinga var hann 1885 og 1893-9.
Sr. Jón var mikill sögumaður, og gerðist þegar leið á ævina sérlega fróður
um fornsögu Norðurlanda. Um það efni birti hann margar ritgerðir í Arkiv
for nordisk filologi. HiS íslenzka bókmenntafélag gaf út Víkingasögu hans
1915. Einnig fjallaði hann mikið um mannanöfn, uppruna þeirra og merkingu
og birti um það efni merka ritgerð í Safni til sögu Islands.
Ekki er nú hægt að gera grein fyrir því, á hvern veg vinátta þeirra prest-
anna sr. Matthíasar og sr. Jóns hefur stofnazt. Miseldri þeirra er 14 ár, og
Jón kemur ekki í skóla fyrr en Matthías er orðinn stúdent. Prestaskólamaður-
inn virðist hafa kunnað að meta skólapiltinn. - Sr. Matthías lætur þess getiS
í bréfum til annarra manna, að hann telji sr. Jón einn af traustustu vinum
sínum. Og í Bréfum hans er sagt, að Matthías hafi haft mætur á Jóni fyrir
fróðleik, nákvæmni og ráðvendni, en bæði er að ýmsir samtímamenn Matthí-
asar áttu þessa kosti án þess að ná vináttu hans og ýmsir urðu vinir hans, þótt
eitthvað skorti á þrenninguna.
I fornum bókum stendur að til frægðar skuli konung hafa, en ei til langlífis.
Þveröfugt gildir um skáld. Þau skal hafa til langlífis, bæði lífs og liðin, en
þau Hfa ekki lengi, eftir að þau rykfaHa. ÞaS er von þeirra, er að þessari út-
gáfu standa, að þessi bréf færi sr. Matthías nær þeim, er þau lesa, og ef sú
von rætist, þá er vel.
MeS þessum 17 bréfum hækkar að vísu tala þeirra bréfa er vitað er um að
hafi farið á milli þeirra sr. Jóns og sr. Matthíasar. Þó munu mörg þeirra hafa