Skírnir - 01.01.1972, Side 93
SKIIÍNIR
BRÉF TIL HORNAFJARÐAR
91
Meðan Juppíter tónar með þrumuhljóðum og útfnæsar sínum
eldfleygum gegnum heiðsvala himna, tek jeg pennans fleyg og anda
til þín vináttunnar vorgolu gegnum fimbullist skriptarinnar. (Svona
er formið og listin: hefði jeg ekki komið þessum „glóseringum“
svona slétt fyrir, hefði maður með sanni mátt segja að einhver
,,Torfi“ frá fyrri öld hefði þennan sermon samið!) - Á margt væri
að minnast: Ósköp er lífið auðugt og interessant (þegar við erum
með sjálfum okkur) progressus humani generis 1°, progressus
ipsius, progressus universalis & individualis! Ó hvað mennirnir lifa
lítið hver fyrir annan, og því svo lítið hver í öðrum og af öðrum!
Sál vor án Guðs er eins og blómstrið án sólar: þessa sententíu
skrifaði jeg rétt í þessu í minnisbókina mína, því jeg var að stúdera
guðlegt efni. Ósköp eru allar kreddu-contróversíur venjulega ófró-
samar og oddborgaralegar. Það þarf aðeins að accomódera þær
(d: xtg.) ofurlítið eptir því sem hverjum hentar; þ. e. að s. þegar
basis er kominn undir. í öllum dogmum er nefnilega nokkuð satt
og í eingum heill sannleikur, þessvegna sensu absoluto eingin kenn-
ing rétt og ekki heldur röng: Hver vill fordæma?
Jeg er að smáþýða rit um „sj álfsmenntun“, og jeg er ólmur út í
menntunar predikanir, því mín köllun er að hrópa á eyðimörku, því
jeg hef sjálfur verið á eyðimörku og verið freistaður af A . . . . ;
sensu relativo. Nú ekki meira um re theologica. Jeg hlakka til komu
þinnar í vor; vertu hér um tíma, og láttu svo leggja járnbraut jafn-
óðum og þú fikar þig austur undir Homafj.tunglið. Settu Jón nokk-
urn Markússon út af sakramenti; hann kom frá þínu fyrirheitna
landi, fór norður að Höskuldsstöðum og bauðst til að taka Þjóðólf
en laumaði honum upp fyrir kistu í Þverárhlíð, og þar er hann,
nema Björn póstur hafi bjargað honum. —
Jeg er optast slappur til heilsu og lítið lukkulegur að vanda, en
vil nú síður vola og kveina en fyrri, því það hefur lítið að þýða;
við verðum að spinna sæluna út úr okkar blóðugu taugum, eins og
maurapúkinn útsvarið eða dordingullinn sinn elenduga vef, (sem
einna skarpast hefur þó sýnt mér hégóma heims þessa; hann er
„snob“ meðal dýranna eins og Louis Quatorse meðal konganna!)
Jeg á svo bágt með að skrifa bréf án þess að hringla; þó ætlaði
jeg eitthvað að minnast á Þjóðólf. Jeg fer nú að komast í klípu
með kostnaðinn, en nóg hef jeg í blaðið, 5 x nóg, svo jeg kem mínu