Skírnir - 01.01.1972, Page 95
SKIRNIR
BRÉF TIL HORNAFJARÐAR
93
parruki ef jeg ætla uni að skrifa, en meinlausir erum við - ])ó okk-
ur þykir maturinn góður. Kláðinn er óður etc etc.
Þinn vinur og bróðir
Matthías
Utanmáls
Oður er árans kláðinn æðir lands vandræði suðr um allt — síðast
sóða fann borgfirsk þjóðin. Blæðir bænda sauðum blóð á Víkur
slóðinn flæðir sem fyrri tíða flóð er drekkti þjóðum.
KVÆÐI í HÖFÐI
Reykjavík 20. júní 1876
Elskulegi vin og andans bróðir!
Þú átt eflaust hjá mér 1 eða fleiri bréf. Þú baðst mig um eitthvað
af ræðurusli, en því var annaðhvort miður eða betur að jeg var
búinn að lána öðrum nálægt 100 ræður, og á ekki eptir nema rusl
og fáeinar sem jeg þori ekki að senda frá mér, þar á meðal 8-10
ræður sem jeg hélt í fyrra vetur og sem mig bæði langaði til að
geta gefið út, og sem jeg álít ekki hentugar til framflutnings í
Hornafirði. Þó ætlaði jeg í fyrradag að senda eitthvað af þessu,
en náði aldrei í systir þína í ösinni og önnunum þegar Arcturus var
að fara og faðir þinn var hér. - Til þess samt að geta haldið bróð-
ernis-samfélagi við þig og til þess að reyna að gjöra þér eins mikið
gagn eða meira en hitt, sendi jeg þér að gjöf Dr. Channings
(Kjannings’) verk, sem er sú bezta bók til andlegrar uppbygging-
ar, sem jeg þekki. Laust blað fylgir bókinni, með vitnisburð hinna
helztu andans manna um dýrðarmann þann, sem bókina samdi. Jeg á
aðra sjálfur, því ef eg lifi langar mig til að þýða meira úr henni, og
þó enn meir að útbreiða hans dýrðlega kristindóm og mannfræðis-
speki. Channing var Unitarian og fær því ekki sitt fulla lof fyr en
hinn leiði og borneraði kirkju-flokkadráttur tekur að falla í meiri
fyrirlitningu hjá þjóðunum sem einhver hinn barnalegasti og undir-
eins háskalegasti hleypidómur. Jeg bið þig þess lengstra orða að
sleppa engu blaði ólesnu af þeirri bók - þú kannt málið svo vel - eða
ef þú kannt það ekki, þá lærðu ensku til að geta lesið Channing. -
Jeg er hættur að vera mikill Enþúsíast, og sé jeg það, þá er heldur
meira en minna um að vera. -