Skírnir - 01.01.1972, Qupperneq 96
94
MATTHÍAS JOCHUMSSON
SKIRNIR
Jeg stökk út til Lundunar, var þar í viku og nokkra daga ann-
arslaðar, fór fram og aptur um Islandshaf og var kominn aptur á
21. degi eptir að jeg fór. Jeg kom í stormi, kulda og stórsjó 30. f. m.
í landsýn kl. 4. f. m. Það var jökulfell eitt, grátt, ferlegt, geigvæn-
legt, kófi og kuldaskýjum sveipað; vorum við hálfan dagixm að
stríða við storm og sjó uns tröll þetta færðist svo nær að við sáum,
hvar við mundum vera aðkomnir; ætluðum við það fyrst vera
Eyjafj. jökull, en það reyndist Oræfajökull, og sá jeg austur með
öllum ströndum, allt til þinna Tröllabotna. Leizt mér landið hið
óyndislegasta eptir slík blómsturengi, sem jeg þá hafði nýlega kvatt.
Þótti mér jökull sá andl. líkastur hinum forna Faxahausi í Orvar-
Odds sögu, og hef jeg þar um kvæði í höfði mér, sem bíður sinnar
lausnar. Vissi jeg ekki um morguninn, hvort af tvennu jeg skyldi
fyrri gjöra: lesa kreddur mínar sjö og syngja þar til Saltara, eða
skyldi jeg sækja mjöðdrekku mikla og létta hugann á hressanda
drykk seyddum af skotsku korni.
Allt árferði er nú eitt hið daprast sem jeg man, enda tekur hug-
ur minn meir og meir að líkjast loptmælum og öðrum veðurspám
verum.
Elskan mín, gefðu mér greinir, ef þú semur eitthvað, t. d. um
kirkjuna, um samgöngur, um söguleg spursmál, um hitt og þetta,
og 3var á ári um austfirskt heilsu- og veðráttufar.
Jeg gratúlera prófastinum en helzt vildi jeg hafa þig nær.
Gráttu ekki Helgu hina fögru, því með þeirri hamingju hefðu án
efa fylgt agnúar, sem kannske hefðu vaxið einsog vörtur. Þorlákur
mágur er nýgiptur Ingibj., og leikur á alls oddi. Hann gleymdi að
senda Þjóðólf austur meðan jeg var burtu. Englendingar horguðu
tvöfaldl. ferð mína. En það fer okkar í millum. Þinn elsk. bróðir
Matthías.
FUROR DRAMATICUS í FÓLKINU
Rvk 7/12 1878
Elsku vin
Beztu þökk fyrir blíða og blessaða viðkynningu fyrst og seinast.
0 hvað þeir eru seinir með humbugið, að vera ekki búnir að finna
upp neitt ærlegt, sem maður getur notað hér á landi, t. d. vængi,