Skírnir - 01.01.1972, Page 97
SKÍRNIR
BREF TIL HORNAFJARÐAR
95
gler til að sjá í gegnum holt og hæðir, heyrnarvél, snakkpósta eða
loptandaflug! Jeg get ekki hugsaS mér meira prímitívt og prosaist
en aS ganga á fótunum; þaS er engu hetra en „aS jeta meS fingr-
unum“, sem engir gjöra framar nema fátæklingar. Nú á samt aS
fara aS nýta nýtt ljós d: elektrisetetinn og er veriS aS koma honum á
í stórborgunum og er það ljós 100% ódýrara eða meir en gaslýsing.
Menn eru annars í fáum greinum jafn ímyndunarríkir sem í morS-
tóla uppfinningum, því svo lítur út, sem meira verði eptir af ljónun-
um, sem átu hvort annað aftur að hölunum en af mönnunum þegar
þeir fara að stríða með nýjustu byssunum sem skjóta 1400 kúlum
á minútu hverri!
Ogurlegar galdra-gönur tekur menntunin! Þessar helv. traditiónir
frá barbarinu (í hernaði, í pólitík - kabinettapólitíkin - í trúar- og
kirkjukreddum í lögum og allskonar hugsun og hleypidómum, sem
allt heldur þjóðunum í öfugri og úreltri lífsskoðun, í gorgeir og
barnaskap) - allt þetta agregat heldur enn apakatta-laginu á lífinu,
og veldur miljónum meina.
Jeg hef skrifaS yfir 100 bréf með þessum póstum, og látið af-
skrifa 2 Útilegumenn (þá nýju) til að leika í Sthólmi og á ísafirði;
þeir verða líkl. leiknir líka hér og á Akureyri! Skárri er þaS furor
dramaticus í fólkinu!
HéSan er fátt tíðinda, nema 20-30 piltar veikir af hálf- eða quasi-
taugaveiki í skólanum, svo honum var lokaS í morgun til 4 daga til
að loftast út.
Jón Sveinsson kemur opt til mín; hann þykir latur mjög, en
þýður maður og kann frönsku betur en engill - í franskri mantille.
Steingrímur er mj ög lasinn af magaveiki.
Um daginn giptist Markús skipherra, arnfirzkur maður, frændi
minn, og hinn mesti sjógarpur. Þá kvað jeg þetta:
Veit jeg vestr í fjörðum
vasklegasta þjóð,
þar und himni hörðum
herkonunga blóð
Hlés við galdur hvergi deyr;
rammara fólk við Rögnis þraut
reiddi aldrei geir.