Skírnir - 01.01.1972, Qupperneq 101
ÞESSI TÍÐ ER VOLDUGUR SKÓLI
Odda 7. marz 1884
Elskulegi vinur!
Það er merkileg fyrirmunun - líklega letinnar leyndardómur -
livað jeg sjaldan sendi þér línu; og þó ertu einn af þeim ekki mörgu,
sem mig langar til að eiga tíð bréfaskipti við - einn af þeim sem
jeg sympatísera við viðvíkjandi því bezta, sannasta og dýrmæt-
asta, því sem gefur lífi þessu ljós og líkn, vit og vonir, anda og
yndi, ánægju og ágætleik. Nýlega sá ég „Austra“ yfir á Móeiðar-
hvoli. Jeg gratulera, þó byrjunin sé barnæskuleg (sú byrjun lofar
opt meiru en aðrir efna, sem byrja „hátt með hávaða og hvellu
glamri“ - eins og Gröndal kvað eptir Jón silfursmið. Þitt pródúkt
um Austurland gleður mig stórlega, og þar setur þú sögulegt vit og
botn undir alla austfirsku. Líka hef jeg séð St.(?) Páls 1. pistil frá
Þingmúla. Jeg var áðan að raillera með parallelismus þeirra nafna
Pálanna, þeim frá Tarsus, fyr Sál, og þeim frá Prestsbakka fyr stgm.
(— St.); í öllu falli er þessi P. nr. 2 og sé hann apostolus þá sjálf-
sagt sá síðasti. Annars er ritgjörð greysins skynsamleg og á jour.
Af mér fátt nýtt að segja: heilsan lin en þolanleg, arg mikið með
köflum, bú töluvert, skuldir meiri, börn 6 öll innan 10 ára, skal
byggja kirkjuna í sumar, sé þar ekki út úr, en þá koma dagar og þá
koma ráð. Jeg hleypti suður á þorranum í illviðrum og var 5 nætur í
Rvk, fékk skemtil. viðtökur og veizlu hjá stúdentmn og landshöfð-
ingja - þó jeg standi í 2000 kr. skuld eptir brauðið. Kvæði mín
undir pressu og hin bætta Friðþ. ditto. íllt og broslegt með blöð
vor. Jón austri og Gestur vestri tvö aldarinnar hárjárn á hólmi,
Gladstone og Disraeli í carrigeraðri miníatúr; báðir skarpir og
skömmóttir. Gestur miklu næmari, kaldari og fínni, en báðir tæpir
í fidex religione og þessarar aldar óskabörn. Isafold dágóð; jeg
sendi henni einni kvæði um daginn, þakkarljóð fyrr hallærisgjaf-
irnar, sem jeg vona að þér líki. Mótívið 1. finnurinn, sem mætti
landvættunum. 2. ádeila til fornaldarinnar; hún tunglöld, en þessi
sólöld. 3. ávarp til a, Danmerkur b, Noregs og Svíar., c Englands.
3. ávarp til íslands. Kvæðið kemur út áður en næsta póstskip fer.
Lítið hef jeg annað samið, nema hreinskrifað og bætt „Vesturfar-
ana“, sem ég rubbaði upp 1880 eða 79 og aldrei hafa verið leiknir.