Skírnir - 01.01.1972, Side 102
100
MATTIIÍAS JOCHUMSSON
SKIRNIR
Optast á stjái og fæ lítið næði, þó hef jeg lesið töluvert af Clausens
Tidskrift for udenl. theol. Litteratur. Þar í er margt mjög vel skráð
og þýtt um hinn mikla debat nútímans um trú og vantrú, trú og
þekking, biflíu og vísindi, supranatur og materialismus — minna
um mismun Orthodoxiu og nýja protestantismins (sem hinir kirkju-
legri í gömlum stíl helzt kalla nýrationalismus). Þýzkir guðfræð-
ingar eru ennþá sannir vísindamenn Toluck eins og Strausz, Ne-
ander eins og Baur og Feuerbach. Líkl. sigra nýju Prótestantarnir
bráðum, því spenningurinn getur varla staðizt lengur, en sjálfsagt
er, að ekki hefir allt staðið í stað síðan á Luthers dögum, en það
er postulat hinna eldri - postulat móti öllum Guðs og heimsins
lögum. Annars er tíðin full með mótsagnir og fyrir utan per-
sónul. trúarreynslu er sig ómögulegt að átta. I nótt — jeg sef
illa — las jeg um Servet hans doctrin og dóm. Það er kolsvart-
ur blettur á xtinni sögu - einhver sá hroðalegasti. Við Kalvín
var fáum vel og verður aldrei; hann var kaldur og ráðrík-
ur, Gyðingur í anda, en að flestu þó hið mesta stórmenni; hjá
Lúther er hann þó allsstaðar höfði lægri; Lúther var lífsins maður,
einhver langmesta og elskuverðasta persóna. — Nóg hérna.
Væri gangur eða gígur gegnum Vatnajökul, skyldi jeg skreppa til
þín. Leiðinlegt er að lifa bæði of seint og of snemma í tíðinni; í trú-
arl. tilliti of seint en materíellu ofsnemma; eptir 1-2 generationir er
kyn vort komið á miklu nýstárlegra og glæsilegra stig — fer þá t. d.
í loptinu. - Hverjar framfarir spyrðu: skóla, skóla, skóla, en með
aga og xtil. skynsemi. Barnalærdómur H. H. finst mér hálfu ónýtari
en Balles. Siðalærd. sérstakur — vitleysa. Dogmatikin of löng og
langt á eptir tímanum. Andsk. er fólkið seint að fá skrúfur heimsk-
unnar út úr hausnum! Það á að semja ofurlitla einfalda, almenna
sögu Guðsríkis; það á að kenna unglingunum, en annars aðeins
hin einföldustu stoikeia xtinnar trúar. Nú er þeim fyrst og síðast
kenndur hrærigrautur af sönnu og lognu, myþum og sögu, hjátrú og
heimspeki, og þar hnýtt við siðafræði, etc. Hvað leiðir af þessu?
Hvað, nema almenn vantrú í vitundarlífinu, og almennt trufl og
dáðleysi í viljalífinu. Circumspice, domine! Láttu mig nú samt
ekki trufla þína trú, því þetta allt hefir sín correctiv, t. d. það hlýja,
kærleiksríka, sanna, algilda í kkjutrúnni, svo þetta allsherjar skyn-
samlega, sem ræður sínum straumi gegnum (og þrátt fyrir) allar