Skírnir - 01.01.1972, Page 104
102
MATTHÍAS JOCHUMSSON
SKÍRNIR
austanfjalls. Jeg slarka af fyrir undarl. guðsblessan og handleiðslu,
en fækka varð jeg um 6 í fjósi og 4 reiðhestum.
Hafðu frískan fola 4 v. með þér því jeg kaupi hann - mig vantar
hornfirskan fola eða - meri, sem hvorki á kálf né fyl. Jeg skyldi
skemta þér vel eina nótt, enda við hvor öðrum. Líkl. bregð jeg
mér til Bretlands með maíferðinni - Þorlákur býður mér sinn styrk,
og London friends bjóða mér Lecturu-sali og peninga, og er lík-
legt að ferðin kosti mig ekkert - ef jeg aðeins get hálf-hj artveikur
og fimmtugur slitið mig frá konu og 7 ungbörnum, 80rœð föður,
stórheimili og stórbrauði. - Okkar kkjulíf komið sub zero og núll.
Jeg hef reynt að pirra upp Sr. Þórhall og fl. að fara að reyna til
við Liberal-Christ-Journal, en fæ ekki svar. Sr. Valdimar - einn vor
langbezti - allt af milli heims og helju, þó heldur einhver von um líf.
Stebbi Thordersen húinn að fá Vestm.ey. Jeg kvað „Ferðalok“ í
vetur um það; item orkti jeg erfiljóð 2 eptir sama hreppstj órann,
annað satt frá síðu gárunganna skoðað, hitt satt og ósatt og þó
heldur ósatt a la Norðanfari item erfiljóð eptir Jarp minn - og -
punktum; því jeg er orðinn rial þurs fram í eyra. Jú, jeg kvað til
Gests. 0 tempora 0 mor auð blöð! Fjallkonan og Isa all-góð;
Norðanblöðin brúkanleg Iðun peningahlað. Stgr. komst ekki að
forsetadæmi Bókmfél - hann er allur sokkinn í pjatt (ágirnd og
hégóma) - að mér finst og með mig hefir hann ekkert; hann hefur
Jón Ó1 og Kr. Ó.
Demoralisation okkar pressu er grátleg - hvernig á að rétta það
við? -
Vertu sæll og lifðu lengi eftir minn vesæla dag!
Kysstu konu þína - lifi ást og réttvísi! Lestu aldrei nema góð
skáld og guðlegar bækur - Jeg meina ekki theologískar - nema ef
vera skyldi 10% þra. - Vertu svo innilega kvaddur af þínum elsk.
vini:
Matth. Joch.
GAMALT VOLÆÐI OG NÝR HRINGLANDI
Odda 11. júlí 1885
Elskulegi vinur
Kæra þökk fyrir bréf þitt og allt þitt ágæti. Slæmt og mjög
slæmt var að við fórumst á mis; jeg var að leita og leita að þér,