Skírnir - 01.01.1972, Síða 105
SKIRNIR
BREF TIL H ORNAF JARÐAR
103
en huggaði mig við að fá að sjá þig og hýsa þegar þú færir austur.
Nú segistu ætla hinn veginn og má vera að við sjáumst ekki opt-
ar. Jeg lifi hér varla mjög lengi, heldur fæ lungnabólgu eða eitthvað
þesskonar, enda er svo langt síðan jeg hefi legið sóttveikur og er
vangæfur fyrir brjósti. En taktu þetta samt ekki fyrir hugleysis
hrakspár; jeg er líka sem stendur nokkurnv. normal og yngist ætíð
ef jeg skrepp út yfir pollinn. - Mér lízt a. öðr. 1. daufl. á allt: land
og landsháttu, þjóð og þing, stjórn og stefnur, klerka og kirkju — allt
er það hkt og tíðarfarið sjálft - eða árferðið - sambland af gömlu
volæði og nýjum hringlanda. Menn trúa hvorki á landið né sjálfa
sig, óeyrð er komin inn í innstu taugar þjóðarinnar, og séu þetta
tímamót fyrir stórþjóðirnar, þá gildir það enn fremur um band-
ingjaþjóðir. - Fyrirgefðu - elsku vin - Læknir vor gerir boð fyrir
mig og maðurinn er að fara. 1000 blessaður. Lukku á þinginu.
Þú verður að taka af mér kross afgjaldsins, sem ímynd rang-
lætisins. Jeg ætlaði að kaupa - ef gæti - af þér hest. Hvar er hann?
Komdu hérnamegin. Jeg ríð með þér að Jökulsá.
Þinn einl.
Matth. Jochumsson
GUÐI SÉ LOF FYRIR MÍN TILÞRIF
Odda 28da apríl 1886
Elskulegi vinur!
Jeg má til að slíta mig úr letinnar bóndabeygju og ávarpa þig
með nokkrum línum. - Gleðilegt sumar, þér og þínum! ítem: mér
og mínum! - 0 að við gætum andlega uppgróið eins og jörðin á
þessum sumarmálum! Það er meinið vort mannanna, að „sumar
lífsins fer og aldrei kemur“ - kemur einu sinni og hverfur síðan í
sjó eilífðarinnar. „Þú öld mín, - segir Alfred de Musset - er það
satt, að þú hafir litið svona út á öllum tímum? Fossandi fljót, þú
flytur til hafs hin ljótu hræ, og þegir þó; og þú forna jörð, sem
horfir á mannkynið fæðast og deyja, þú snýst á braut þinni um
sólina, en flýtir þér ekki á leið til þíns himneska föður, til að
líkja eftir hm, til að barma þér fyrir hm!“ - Mitt níunda
barn, Herdísi, skírði jeg á páskadaginn. Jeg sæki um Akur-
eyri; hér er erfitt, þreytandi, framfaralaust pláss, og búnaður