Skírnir - 01.01.1972, Page 107
SKÍRNIR
BREF TIL HORNAFJARÐAR
105
og nokkra frumkveðna hrundu þeir eptir mig, réðu þeir því mest
vinirnir H H og St. Th. t. a. m. flest öllum Davíðssálmum úr fyrri
bókinni; þar tóku þeir heldur H Hs item heldur hs Grundvigs sálma.
Líka krukkaði H H dáltið í mína, sem hann tók og er jeg ergilegur
út af því. Borðsálmi ept. mig hratt hann vegna þess að jeg hafði
orðin: „lífnærðist“ og „að bekkja“ d: gefa sæti. Þau orð kveðst sá
guðsmaður aldrei heyrt hafa. Sakir þra eldri er meiri hluti bókar-
innar conservativ og fjörlítill; þó eru ýmsir séra H Hs sálmar góðir
og stöku afbragð. Valdimars margir ágœtir.
A þorranum hljóp jeg til að þýða Ibsens „Brand“ og hef
nýl. lokið við að hreinskrifa leikinn. Það var erfitt verk, en
borgar sig vona jeg - ekki með peningum, heldur er það víða
klassisk og rammlynd Satíra, sem ætti að vekja nýjar og dug-
legar hugsunar stefnur. Það bezta við rit Ibsens er það, að h.
hugsar, metur og dæmir mannlífið svo ólíkt fjöldanum og venjunni.
Hér á landi heyrist shkur mórall ekki einu sinni af stól. - Einginn
veit af öðrum á þessu landi, og þeir sem búa hinu megin þra jökla,
sem jeg horfi á eru mér flestir eins og menn, sem bjuggu þar á
17. öld, eða eins og þeir sem búa undir iljum mér.
Guð gefi okkur góða tíð og okkar aumingja afstyrmis ættjörðu!
Kona mín og faðir biðja að heilsa þér og heilsaðu kærlega konu
þ frá mér.
Þinn einl. vinur
Matth. Jochumsson
ERUM VIÐ DAUÐIR? EÐA SOFANDI?
Akureyri 5. febr. ’88
Elskulegi vinur!
Ekki man jeg hvor okkar skrifaði síðast, en þessi þögn er óttaleg
og óþolandi - eða erum við dauðir? eða sofandi? Höfum við aldrei
sézt? aldrei fundið að við eigum saman erfðahlut og hann ríflegan
í allri tilveru; með fortíð, nútíð, framtíð; með lopti, láði og legi;
með hinum þremur stórveldum náttúrunnar og hinum 7 polítisku;
með hinum 7 spekingum, 7 músum, 7 furðuverkum; með hinni
helgu sögu ásamt hennar 2 steintöflum og 2 supranientum þrem -
nei, bevares! Þríeina deitate, 3 grein. trúar, þrem stórhátíðum þrí-