Skírnir - 01.01.1972, Page 108
106
MATTHÍAS JOCHUMSSON
SKIRNIR
helgum með hinum 4 st. spámönnum og 4 guðspjallam; 7 öndum
(„sér verri“), 7 heilögu ljósastikum, 7 bænum og 7 sofendum og 7
sólvængjum og7 dauðasyndum, með 10 boðorðum; með 12 sm.spám.
og 12 postulum; með hinni „prófönu“ sögu ásamt hennar 12 ber-
serkjum, plánetum og pjáturkútum, 10 taðhripum, 9 nashyrningum,
8 urðarmánum, 7 borgum og 7 vötnum í Sviss, 6 boruðu skeifum,
5 hyrningi heiðninnar, 4 „spesíum“, 3 þurrhausum, 2 pólum og ein-
um — Ærutobba! —
Þá kemur nú alvaran — en hvað er hún betri? „Ladgá“! 3—4 þús.
„setti ég til“ að komast á þessa hlýju skrifstofuholu, okkur eyddist
allt okkar bú, fyrst seldist illa, svo gekk 1000 í kostnað og ferðalag
6-7 hundr. til að gjöra við þetta hús og hitt til að lifa á tekjulítið
til vors. Að koma eptir fardaga að kaupstaðarbrauði með 14 manns
- kostar peninga. Jeg sakna Oddahólanna - annars ekki nema góðra
kunningja (og þá græði jeg aptur); en við höfum hér miklu næðis-
samara líf og mér þægilegra, því brauðið er ofurhægt og geti jeg
haft hér ofan í mig flyt jeg varla heðan nema upp á höfðann, þar
undir þúfu. En harðæri og óskil er hér og hefði jeg ekki drjúga
kennslu og nokkrar fleiri sportlur væri ekki heldur hér við vært. I
harðindum eru klerkar þessa lands eins og útköstuð hræ. Hvenær
léttir þessum kröggum? Hafís er enn útifyrir, en veðrátta fremur
mild, annað slagið. Hér er veðursælt, þó norðrið sé barbarist; sunn-
anáttin þurr og hlý. - Jeg veit ekki hvort þú færð The Chr. Life, jeg
bað útgefandann í fyrra að senda þér það. Það hefur margar góðar
og vekjandi greinir. Jeg hef nú í ráðagerð að vita hvort mér lánast
ekki að gefa hér út dálítið 2 kr blað (- ekki pólitist, eigi fj. og
Norðlingar sjálfir allan sinn vind! -) heldur fræðandi og lífgandi.
Jeg sendi nú með þessum póstum stöku kunningja mínum miða
(prógram) og bið þá að taka fáein blöð hvern til fósturs. Viltu taka
5? 1000 kaupendur er það minnsta, þá ætti jeg að sleppa og fá
100 kr. í ómakslaun. Andi og alvara, trú, von og kærleikur, áræði,
elja, og sér í lagi allur Idealismus smánýðist úr flestum með aldri og
ergelsi, en sérílagi úr þessa lands uppkvalningum. O hve margt ligg-
ur ekki hjá oss á andl. og siðferðisl. leggjarhöfðum! Þá væri víst
ekki af vegi að lofa einstöku kkjulegri og guðlegri rödd að óma
innan um annað mas þó það yrði einsog úti á þekju. Látum nú sjá;
biddu fyrir mér, og sendir þú eitthvað (náttúrl. stutt) tek jeg af þér