Skírnir - 01.01.1972, Page 110
108
MATTIIÍAS JOCHUMSSON
SKIRNIR
lands og lýðs eptir — „þúsund ára - raun — ægirúnum skrifað(ar) —“
Jeg hef litla trú til íslenzkrar framtíðar, hygg helzt að vort fólk
standist aldrei hfsstríð tímanna, svo er nú allt ásigkomulag alda
breytt og ólík skilyrði til að standast stríðið komin, enda sýnir elj an-
leysið með Ameríkustússið, að menn finna náttúruhvöt, sem bendir
og dregur burt héðan. Aptur Hzt mér batnandi á baráttu ísl. í Am.
Sameiningu séra Jóns les ég með ánægju og dáist að hans energi
og einlægni, líka finst mér Lögberg gott blað og Hkringla vel brúk-
andi. Orka þeirra svo fárra og strjálla imponerar mér.
Tryggvi fær þakkirnar - svona er aura popularis á óru landi, og
flest af því sem menn kenna hm um er sumpart lýgi, sumpart ýkt
og optast nær eru hs syndir afleiddar og eins mikið annarra skuld
sem hs. Vertu ekki andvígur hm nema sannleikinn heimti. Jeg ætl-
aði að hafa safnaðarfund í dag (9 sd. e. Tr.) og bjó til hjartnæma
ræðu í gær um „Hvar stöndum vér“ en vegna Thyru verður vart eða
ekki messað. Árferðið demoralíserar d : mölvar þann magra skurm
sem kallast trú og siðgæði en er = vani vani -þ vani! -
Lof mér faðma þig og kyssa í haust bróðir, vinur og sanni
ísraehti.
Þinn Matth. Jochumsson
U tanmáls:
Takk fyrir kvæði í Austra eins og - Lýsti sól - lipurt og hreint.
Gef mér á síðan grein í blaðið. —
í FJÖTRUM OG FANGELSI
Ake. nóv. 29.-88
Elskulegi vin!
Þó jeg sé önnum kafinn verð ég samt að setja mér þá reglu að
ávarpa þig annað veifið, því þú ert þó í sannleik einn þeirra fáu,
sem vert er að skrifa. Þökk fyrir brúðk. vís. - þær eru sléttar, gagn-
orðað, þjóðlegar og þérlegar - einsog allt, sem þú kveður. Gerðu
það svo opt sem þú ekki þarft þig eða músuna að neyða. Þó þú
sért ekki fæddur eginl. Lyrikus þá ertu einhver liprasti hagyrðingur
og stíll þinn original. Þó er meiri skaði, að þú getur ekki vísindalega
kvongast sögunnar gyðju; það er sorglegt að sagnamenn skuli deyja
frá sínu pundi (d: gáfu -þ fróðleik) rentulitlu fyrir land og lýð.