Skírnir - 01.01.1972, Page 113
SKÍRNIR
DRÉF TIL HORNAFJARÐAR
111
BúSu til handbók í fornsögu íslands, og hugsaðu uxn bókm. sögu
ágrip.
Sögwþjóðin að vera sögubókalaus fyrir börn sín! -
Með vinarkveðju og Sign.
Sumarósk ykkur hjónum! Þ. elsk.
Matth. Joch.
ÖLL EFNI DÉRANGERUÐ
8. júlí 1890
Elskul. vinur!
Ástarþökk fyrir grein þína hina spakvitru og djúpfróðu mn Ryd-
bergs bók, og ertu meistari. Jeg vona að prentvillur sé ekki til skaða,
en 3 prófarkir varð jeg að lesa, og er illt að eiga hér við kálfa og
bjálfa út á Oddeyri og vera sjálfur ,,fortumlaður“ af vesöld og ann-
ríki - ekki andríki. Jeg mætti bróður þínum hér fyrir utan í gær;
hann var á vesturleið og lét allvel yfir sér og bar mér kveðju. Jeg
er nú búinn að pínast af Inflúensu og kvefi í 6 vikur. 1. dag hátíð.
vorrar varð jeg hás og veikur og varð að fara heim; hafði jeg þá
lokið af fyrirlestri mínum um (sögu) Eyjafjarðar. Ágrip af hm kem-
ur einhverntíma — ef „Lýður“ ekki hættir úr þessu, því nálega eru
engir farnir að borga þennan árgang, sem ekki er von því Bj örn svíkst
um alla reglu á útsendingunni og spillir öllu með dæmalausu rugli.
Jeg hefi aptur og aptur áminnt hann um þín blöð sem önnur en
hann gegnir ekki nema við og við, og þó get jeg ekki sett annan því
þá vill hann ekki prenta. Pappír verð jeg að leggja til og borga
Porto, en efni mín eru öll dérangeruð svo, sem sagt, jeg verð að
stoppa blaðið - og er það slæmt. Nú fyrst gæti jeg farið að skrifa
eitthvað til gagns, því hér hef jeg þó töluverðar bækur, en ónæði
hef jeg og slæmt hús og er hálfuppsettur sökum f j ölskyldunnar enda
hallar heilsu og æfi; líklega endist jeg ekki lengi úr þessu, og sár-
sakna jeg þó lífsins og þess ótæmandi dýrðar og dásemda. Það er
tragist, að verða að kveðja tilveruna óðara en maður byrjar að
haga sér í henni með viti og stillingu, og að njóta hennar sönnu
gæða d : hinna intellectuellu og góðu. Ágætar eru flestar röksemdir
V. R. og mikill vitringur er hann. - Hátíöin varð mest gauragangur
og - Inflúenza; mannfjöldinn ónýtti alla stjórn og anda og eptir 1.