Skírnir - 01.01.1972, Page 116
114
MATTHÍAS JOCHUMSSON
SKÍRNIR
við að yrkja né pródúsera neitt að gagni í vetur. Bæði hef jeg
svo lítið næði, og svo kenni jeg pilti undir skóla. Steini minn komst
í 1. bekk — 4 að ofan af 18 og líður vel. En hver hann kostar veit
eg ekki grand óðara en líður. Þrír krakkar okkar ganga hér á barna-
skólann. Mehr licht! Sendu mér bréf ef þú hefir enga ritgjörð -
eða kvæði - þú hefir fullgóða venam. Kona mín og krakkar biðja að
heilsa. Kondu sem fyrst á þing og fluttu svo suður. Svona endaði
Páll garmurinn frá Hörgsdal! Nálægt 30 börn hafa dáið hér í firð-
inum, flest á jólaföstunni, úr kíghóstanum. Þrjú af mínum hafa
hann, en öll sæmil. brött.
Guði veri með þér og þínum! þinn einl. vin
Matth. ]ochumsson.
ÞJÓÐIN Á ENNÞÁ SÁL OG LÍFSKRAPT
Ake. 20/4 92
Elsku vinur!
Jeg hef skammað sjálfan mig aptur og aptur fyrir að hafa gleymt
þér og - samt misst af þessum norðanpósti, sem fer og kemur eins
og vindurinn blæs en án þess jeg heyri hans þyt. í gærkvöldi, 2. í
pásk., kom jeg hálfgröggaður heim - en slíkt hefir ekki skeð optar
í vetur, það jeg man - og sé bréf frá þér á „servantinum“, las það
og svaf illa og er nú kominn á fætur kl. 5 munandi að pósturinn
fer snemma í dag — viðstaðan blánóttin! Blessaðir látið þið hvorki
Austra eða aum. Skapta deyja í höndum ykkar - mér heyrist
hvorttv. loga á litlu skari, en hvorttv. byrjaði svo byrlega. Hvað
sem að Skapta er, þá hafið þið varla völ á betri - að ykkur séra
Einari í Kirkjubæ sleptum, en þið eruð báðir bundnir við altaris-
hornið „þar sem eiga skjól“ - „Nei, sittu kyr á skákinni, drengur,
og farðu hvorugt!“ sagði karl við strák sinn, þegar presturinn setti
honum Enten-Eller með vistirnar. Þú átt ekki að fást við theol.
krítík; við eigum að stúdera praktiskan xtdóm, og Guð gæfi að jeg
hefði gjört það betur! En - það er satt, eyrunum og augunum er
erfitt að loka, og hversu feginn sem þú vilt, færist þú samt með
straumnum - Evolutión tilverunnar - og upp aptur lærist ekki það
sem búið er, ef við erum vaxnir frá því. Orþodox. og Dogmatík
Augúst. er dauð og dæmd, en að staðhæfa hvað við, d : mann-