Skírnir - 01.01.1972, Síða 117
SIÍIRNIR
BREF TIL HORNAFJARÐAR
115
kynið, fær í staðinn, veit jeg ekki og þori ekki að segja. Vantrúar-
vísindin segja: „Þið fáið facta fyrir dogmata, monismus (Positiv-
ismus) fyrir dúalismus og náttúrufræði fyrir metafysik!“ Þó þykj-
ast þeir nýju postular þverneita materíutrúnni og hugga oss með
guði sem Kosmos og „Alti“, segja Guð sé í öllu hin eiginl. þýðing,
en birtist sem pr andans og gæzkunnar heim o : í Evolution alls en
mannsins um fram allt; andinn og lífið sé immanent, ýmist latent
(pótentielt) eða dynamist, keinetist og sýnilegt í — öllu. Svo langt
er þessi Weltanschauung ekki svo absúrd, því hún greiðir margar
metafysiskar þokur, en svo byrja postúlötin, sem mér sýnast svo
grimm og köld: Guð er ekki hugsaður sem persóna (og livað er
hann þá?) og manninn eða hans anda má ekki skoða sem jeg eða
persónu (og hvað er hann þá?) Allt persónutal (segja þeir) er
egoistiskur hugarburður og horror vacui, það að við viljum ósjálf-
rátt verja lífið. Maimsins sál eru hugsanirnar og hreyfingar vit-
undarlífsins, sem halda heildinni (egóinu) aðeins með því að
skipta sí og æ um efni, - eins og organisminn! Annars trúi jeg
að það væri Locke, sem fyrstur kenndi þetta. -
„Lestu svo góðu bænina þína, Gvendur!“
Við lékum hér Útil.menn 6 kvöld og hefði mátt 6 lengur, svo er
fólk hér vitl. í leiki. „Þjóðólfur“ tekur ekki Grettiskvæðin þykir
þau of löng, svo jeg sendi Sunnanfara 4 hin fyrstu og aðeins 8
eru búin, því síðan um nýár hef jeg ekki haft tima til að sinna þess-
konar, jeg er tafinn og bundinn. — Þú minnir mig á „það volaða
land“ - Guð veit hvernig allt fer, eiginlega trúi jeg ekki á verul.
framtíð hvorki lands né þjóðar - nema þjóð vor endurfæðist, en
seg mér, þú sögu- og mannfræðingur: hvar eða hvenær hafa þjóðir,
sómaþjóðir borið tvisvar sitt bar? Jú, ýmsar þjóðir, þ. á. m. frænd-
þjóðirnar á Norðurlöndum hafa endurfæðst, en hvernig? Svar:
Þær hafa lifnað pr „Krossbreeding“ og Innflux frá öðrum þjóðum.
Nú, veri það sem vill, mig stórgleður samt sá andi og sá kraptur
sem enn er til á okkar landi. Þjóðin á enn þá sál og hfskrapt og því
enn þá nokkra sögu. En þetta útilitaranzka, þetta plus-minus af
„vel-være“, er ómögulegt að diskútera.
Gleðilegt vor! Lifum í Guði! Þá er nóg!
Þinn gl. vinur
Matth. Joch.