Skírnir - 01.01.1972, Síða 120
ÚRVINDA YFIR DEMORALISATION
Daginn eftir mánud. í föstuinngang, en aðfangadaginn
Öskuhátíðarinnar 1907
Eymuna-ár, minn elsku-vin!
Það er ómunalangt siðan ég hef séð seðil frá þér - og þú frá mér.
Ég lagði frá mér síð. heftið af Skírni. Kæra þökk fyrir réttritunar
athsd. þína - og alt sem þú skrifar! Þú ert sannur og sanngjarn,
samvizkusamur og svikalaus - á þess. síð. og v. dögum. Ég sé ekki
betur en hjá oss sé að hefjast önnur öldin Sturlunga. Ég er miklu
fremur stjórnarmegin, heldur en með himun. Ég er úrvinda yfir
þeirri demoralisation, sem mér finst eitra politíkina einkum of-
sóknina gegn stjórninni, sem, þó sérgóð og alls engin fyrirmynd sé,
er sæmil. dugleg og gerir skyldu sína lýta lítið. Öll þeirra slagorð:
þingræði, þjóðræði, fullræði, Island fyrir íslend. frjálst sam-
bandsland - alt eru það yfirvarpsorð, sem þeim eru óljós sjálfum í
sambandi við veruleikann. Og alt þetta uppnám ofan í kongveizlurn-
ar og dálætið og áður en erindi fararinnar er svarað! Og svo fána-
skapurinn með fánann! Enginn nefnir hitt, öll þau ósköp virki-
leikans, sem ófengin eru áður en þjóð og land gæti ráðið sér sjálft
og trygt og varið sinn tilverurétt. Atvinnuveg. á sárlágu stigi, auð-
ur ekki til, né varnir, né ábyrgð, né vissa um vernd annara þjóða.
Nú fara líka allir Danir að sjá og skilja, hvað flokkurinn meinar:
að verða laus einsog Noregur við Svíþjóð. En hver von er til þess,
að Danir taki það í mál? En þó að menn sætti sig við sameiginleg-
an konung, þá er það meir en meðal heimska, að halda við losnuðum
við Dani og þra stjórn í sameiginl. málum, þar sem konungur er
lögbundinn þeirra megin og hvað er hann hér? Er h ekki og verður
hér líka lögbundinn? Og hvað svo? Skyldi hann vilja láta tvö rík-
isráðin hræra í sér hvort í sínu lagi í 'óllum sérstökum málum, t. d.
í lögum um landvarnir, póstmál hér, fiskimál og veiðirétt ogfl?
Eða létu þeir kgar, sem stjórnuðu oss fyrrum eftir gamla sáttmála
ísl. mál útkljást fyrir utan ríkisráð sín? Þegar menn eru að vitna
til þessa dókuments, g. sáttmála, þá blöskrar mér fyrst! Þann sátt-
mála ætti enginn íslend. með æru að nefna. Hvert hans einasta atriði
sviku ekki einungis kgarnir, heldur landsmenn sjálfir. Ég skil og
svo söguna, að hvorki Isl. né Norðmenn hafa nokkurntíma kunnað