Skírnir - 01.01.1972, Side 121
SKÍRNIR
BREF TIL IIORNAFJARÐAR
119
að hlýða og því síður að stjórna. Individualismi og Anarkí hefur
ávalt verið uppi á baugi í báðum löndum (sem og lengst af héldust
í hendur í sögunni) - nema þegar biskupsvaldið forna stóð í blóma
(frá 1056-1152) og bpar sátu í lögréttu með goðunum, sem qua
prestar voru hvorttv. í senn: undirmenn bpa og vinir þra og í Noregi
gat stjórn þrifist fyrir ófriði og sjálfræði þegar ófriður vofði
yfir utan frá og innan, einkum þó ef kgar sjálfir voru duglegir og
neyttu hervaldsins. Svona les ég söguna. Hjá slíkum þjóðum er dug-
legt einveldi lengi-lengi lang heillavænlegust stjórn. Ilinn forni demo-
kratismus er ekki hugsanlegur nema í borgum og smáríkjum og þó
því að eins að mikil menning verndi jafnrétti og frelsi. En nýja þjóð-
veldið er alt annað — eins og það er á Frakkl. og í Bandaríkj.; þar
er það varið með svo stórfeldum allsherj aröflum, sem ekki eru til
hjá oss eða í Norgi. En út í þessa sálma er mér ekki ráðlegt að
fara. Eitt er víst, að hver stjórn, sem hér á að stýra lögum og rétti
verður ekki öfundsverð. En greinirnar hans Brandesar? Bannsettur
kj . .. ur er á karlskömminni, og þó er hm vorkunnarmál. Auð-
vitað yrkir hann þessa allegoríu til hjálpar vini sínum H. H., en það
verður bj arnargreiði! Því fjandmenn H. gera hróp og sköll og
segja að hann hafi hundinum á sig sigað. Og við Dani fjandskapast
þeir enn meir en áður, og var þó ekki ábætandi gamlan ýmugust.
En Danir verða varir um sig og margir espast á móti landi voru og
lýð, en sleppa oss ekki að heldur, og líkl. verða leikslokin sú, að
ekkert samkomulag verður, þótt Kgur komi og hinir dönsku þing-
menn. Alt verður líkl. látið hanga in statu quo. Máske friðarþingið
í Hag eigi eftir að gera gerðina milli vor og Dana. Ég uni vel við
það frelsi sem er, af þri einföldu ástæðu, að við erum ekki menn
fyrir meira frelsi. Voila tout! -
Leiðinleg veðrátta. Líkl. fær Dr. G. H. Rvkurlækn.emb., en
Steingr. Akureyri. Er það okkar hjartans ósk. Jeg er frískur í vet-
ur, er búinn með síðustu bindin (6 alls) af Sög. Herlækn. og er
að enda við kvæðakyklus - um norska bóndann, eftir vin minn
Anders Hovden (Andrés frá Höfða) Það gefur góða þekkingu á
lífsbaráttu Norðmanna. Um daginn hélt ég smellinn fyrirlestur um
„lífslindir“. Gvendur á Sandi sí bullandi hafði það fyrst að umtals-
efni, en varð tómt forneskjuslúður! Ég rakti sögu landsins, og tók
fram helztu persónur, atburði og hugsjónir hverrar aldar - alt í