Skírnir - 01.01.1972, Side 122
120
MATTHÍAS JOCHUMSSON
SKÍRNIR
fljótu máli, en svo að fólk með viti mátti margt af því læra. ÞaS
væri efni fyrir ykkur najna. Gleðilegan föstuinngang, og guðbless-
an með nægjusemi!
Þinn gamli vin og bróðir
Matthías -
SKÝRINGAR OG ATHUGASEMDIR
JÓLAVERS 1870
Erindiff er hripað á lítinn bláan miffa meff hendi sr. Matthíasar og varff-
veitt meff bréfum hans til sr. Jóns. Aftan á miffanum stendur: Matth. Jochums-
son. - Sbr. „Jólavers 1905“, LjóSmæli I, bls. 213.
PISTILINN SKRIFAR ...
Þetta er upphaf þess sem nú er varðveitt af bréfum Matthíasar til sr. Jóns.
Hann er þá norffur í landi en vígist um voriff, en sr. Matthías ritstjóri Þjóð-
ólfs í Reykjavík. Eins og víffar í bréfum lætur sr. Matthías vaða á súffum og
stráir um sig glósum úr ýmsum tungumálum. Þær verffa látnar óþýddar hér
og annars staffar í bréfum þessum. Fyrirsögn bréfsins er sr. Matthíasar sjálfs.
A mánudagskvöld: 28. febrúar. - Rit um sjálfsmenntun: „Sjálfsmenntun.
Fyrirlestur, sem Dr. W. E. Channing hélt í Boston í Ameríku 1838; þýtt
hefir Matth. Jochumsson", Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags, 1886, 106-
169. - Jón Markússon: vinnumaffur á Hólum í Nesjum um langan aldur, sjá
Minningar frá MöSruvöllum, 76. - Davíð frá Felli: sr. Davíff Guffmundsson,
síðast aff Hofi í Hörgárdal. - Nf: Norffanfari - Steingrímur Thorsteinsson -
Channing: amerískur guðfræffingur (1780-1842), prestur í Boston 1803-1842,
eftirlætisguðfræffingur sr. Matthíasar, sbr. Sögukafla af sjálfum mér, 214-16,
260-61. - ErfikviSa eptir Hallgrím prest: „Atburff sé ég anda mínum nær“. -
Mitt klassiska kvæði um Móses: „Móses í Níl“, þýffing Matthíasar á kvæði
eftir Karl Gerok, Ljóðmæli II, 294. - Keyrir byrr: sjá Ljóðmceli I, 559. -
xtdóm: kristindóm, algeng skammstöfun sr. Matthíasar.
KVÆÐI í HÖFÐI
Systir þína: Ingunn, systir sr. Jóns, var um skeiff ráffskona hans í Bjarna-
nesi, sjá minningar hennar, Gömul kynni, Akureyri 1946. Jeg stökk: ferða-
sagan er í sjö línum í Söguköflum, 276. - Kvæði í höfði: „Landsýn í stormi",
Ljóðmœli I, 21. - Jeg gratúlera: sr. Jón varff prófastur í apríl 1876. -
Gráttu ekki Helgu hina fögru: I endurminningum sr. Jóns segir á einum stað:
„Ymsir þóttust þá taka eftir því, aff mér litist vel á eina stúlkuna, sem lék
meff okkur (...mun eiga aff vera Fanný Schulesen...) en aldrei dró saman
meff okkur.“ Sjá Jón Jónsson prófastur. Minningarrit, Reykjavík 1922, bls.
11. - Þorlákur mágur: Þorlákur Ó. Johnson.