Skírnir - 01.01.1972, Page 123
SKÍRNIR
BREF TIL HORNAFJARÐAR
121
FUROR DRAMATICUS
Jón Sveinsson: bróðir Hallgríms biskups, kenndi þennan eina vetur í
Reykjavílr. Var síðan skipaður kennari, en afsalaði sér embættinu, fluttist til
Kaupmannahafnar og átti þar heima upp frá því. - Markús skipherra:
Bjarnason, skólastjóri Sjómannaskólans. Kvæðið er að mestu samhljóða í
LjóSmælum 1936, 534, en þó stendur þar: Kakali norður kappa dró ... í 2ru er.
Benedikt Gröndal segir frá brúðkaupi þessu í Dœgradvöl, Reykjavík 1965,
bls. 259.
Á GRÁUM KUFLI
Þetta bréf er verst varðveitt í safni sr. Jóns, vantar í það á tveimur stöðum
og sumstaðar vandlesið í málið. - Tilvonandi konu: sr. Jón kvæntist 21. júní
1880 Margréti Sigurðardóttur frá Hallormsstað. - Pgbókar 27, 28-29. v.:
hér hafa orðið pennaglöp, 27 í stað 26. - Grímur var með: I fyrstu hefur
Matthías skrifað: Grímur var með gamlan hatt þá gamla Jóni / hvíla reidd
var hér á Fróni, en breytir síðan vísunni í það horf sem hér er. 1 Söguköflum,
272, segir sr. Matthías: „Aldrei kvað ég öfugt orð um Grím - nema þessa
bögu, eftir útför Jóns forseta Sigurðssonar:
Grímur fylgdi’ á gráum kufli gamla Jóni
hreysiköttur konungsljóni.11
-Ef Stefán hættir: Stefán Eiríksson alþingismaður í Arnesi. - „Sá dygðaríki“:
sr. Páll Pálsson í Þingmúla.- Háæruverðugt skáldið hérna: án efa sr. Matthías
sjálfur. Þann 7da júlí 1880 er Matthías staddur á Isafirði, „og bíð hér ásamt
systur og fóstursyni % mánuð eftir Arcturusi og hverf svo heim,“ skrifar hann
sr. Eggert Ó. Briem. í bréfinu segir m.a.: „Jú, um þingkosningaruglið héma eitt
orð: landshöfðinginn 1. kandidat og sra Þórarinn í Görðum, svo koma ýmsir að
auki. Einn prófastur hefur skrifað mér og ráðið mér til að sækja, en hvort ég
frambýð mína persónu er óvíst, því meiningarnar eru meiri að tölu en menn-
irnir.“ Bréf, 174. í grein um kosningahorfur, undirritaðri Hallur á Horni, í
Þjóðólfi (28/7 1880) er nokkuð rætt um væntanlegt framboð landshöfðingja
á Isafirði, en síðan segir: „Ýmsir aðrir eru tilnefndir sem þingmannsefni:
séra Þórarinn prófastur Böðvarsson, Stefán sýslum. Bjarnason, Þórður bóndi
í Hattardal, Gunnar í Skálavík, Thorsteinsson bakari, séra Matt.“ 1 kosning-
unum 1880 voru þeir Þorsteinn Thorsteinsson kaupmaður og Þórður Magnús-
son í Hattardal kosnir alþingismenn ísfirðinga. - Eitt tók Guð: Elín Ingveld-
ur, f. 10. okt. 1877. - Matti jósturson minn: Matthías Eggertsson (1865-18),
prestur í Grímsey. - 2 bróðursynir: Jón Arason, prestur á Húsavík (d. 1928)
og Magnús Magnússon, prestur í Haarslev í Danmörku (d. 1935). - Friðþjófs
saga: Þýðing sr. Matthíasar á kvæðaflokki Tegnérs kom fyrst út 1866, en önnur
útgáfa 1884. Ljóðmœli II, 7-107.
ÞESSI TÍÐ...
Eins og Gröndal kvað: Benedikt Gröndal orti erfiljóð eftir Jón Þorbjörns-
son gull- og silfursmið (1822-78). Það hefst með þessu erindi: