Skírnir - 01.01.1972, Qupperneq 124
122
MATTHÍAS JOCHUMSSON
SKIRNIR
Hann var hugþekkur
hverjum manni,
staðfastur í lund,
stillingarmaður.
Vann með hægð
það er vinna aðrir
hart með hávaða
og hvellu glamri.
Sbr. Sögukafla, 270-71. - St. Páls I. pistil... parallelismus þeirra nafna: sr.
Páll í Þingmúla fær yfirleitt vondan vitnisburð og hnútur í bréfum frá þessum
tíma. Algeng skammstöfun við nafn hans er „stgm“, sem úr á að lesa stór-
glæpamaður. Hann er einn þeirra sem þyrftu að fá hlut sinn réttan. - Jón
austri og Gestur vestri: Jón Olafsson og Gestur Pálsson. Með austri og vestri
er líklega höfðað til þess hvaðan af landinu þeir voru. - Þakkarljóð: „Island
og önnur lönd“, Ljóðmœli I, 521-4. - Toluck, Strausz, Neander, Baur og
Feuerback: þýzkir guðfræðingar á 19du öld, allir gleymdir. - Binni og Pétur:
prestarnir Brynjólfur á Ólafsvöllum og Pétur á Kálfafellsstað, synir Jóns há-
yfirdómara Péturssonar. - séra Vald: Valdimar Briem.
ÞURS FRAM í EYRA
Þess verður ekki oft vart að sr. Matthías beiðist greiða af vinum sínum. Þó er
það tvisvar í þessum bréfum, hér og síðar er hann langar til að verða endur-
skoðandi Gránufélagsins - kkja: kirkja, algeng skammstöfun sr. Matthíasar. -
Líklega bregð jeg mér til Bretlands: sbr. Sögukafla, 301-05. - Sr. Þórhallur
Bjarnarson, síðar biskup. - Stebbi Thordersen: sr. Stefán Th., áður í Kálfholti.
-Erfiljóð 2: líklega er hér átt við erfiljóð eftir Guðmund Brynjólfsson, bónda
á Keldum, en þá eru víst önnur þeirra týnd, sömuleiðis „Ferðalok" sem hér er
getið. - Erfiljóð eftir Jarp hefjast með þessari alkunnu vísu:
Verður ertu víst að fá
vísu gamli Jarpur,
aldrei hefur fallið frá
frækilegri garpur.
Sjá Ljóðmœli I, 508. - Jeg kvað til Gests: „Gestur minn, Gestur minn, gáðu’
að hvað scgirðu!“ Ljóðmœli I, 254. - Jón 01 og Kr. O.: Jón Ólafsson ritstjóri
og Kristján Ó. Þorgrímsson bóksali.
GUÐISÉLOF
Spears í London: Robert Spears, prestur í London, sjá Sögukafla, 230-6,
328. - 8 ára-nejndar-sálma-söngs-bók: sr. Matthías er óánægður með lilut
sinn í sálmabókinni frá 1886 - og þarf enginn að undrast það. - Séra Helgi