Skírnir - 01.01.1972, Side 125
SKIRNIR
BREF TIL HORNAFJARÐAR
123
Hálfdanarson lektor. - Séra Stefán Thorarensen á Kálfatjörn. - séra Páll
Jónsson í Viðvík. - séra Björn sál Halldórsson í Laufási. - Þýða Ibsens
Brand: þýðingin kom ekki út fyrr en 1898.
ERUM VIÐ DAUÐIR?
Ærutobbi: hér á sr. Matthías vafalaust við sjálfan sig. - Ritin hans Gubba:
Guðbrandur Vigfússon í Oxford.
ORKA ÞEIRRA ...
Hér er á seyði: útgáfa blaðsins Lýðs hófst 19. september 1888. - Otto
Borchsenius: prófessor, skáld og blaðamaður, sjá Sögukafla, 303^4, 347. -
Sameining séra Jóns: sr. Jón Bjarnason frá Stafafelli gaf út í Ameríku blaðið
Sameininguna. Þeir sr. Matthías eru á þessuin tíma að hefja bréfaskipti að
nýju, en þau höfðu fallið niður í níu ár, sbr. Bréf, 216-318. Og það er mjög
ósennilegt að sr. Matthíasi hafi getizt að þeim kristindómi sem boðaður var
í Sameiningunni. - Tryggvi Gunnarsson.
í FJÖTRUM...
Þökk fyrir brúðk.vís.: sennilega vísur á bls. 112 í Minningarriti sr. Jóns á
Stafafelli. - Þ. Thor. Sœm Eyjólfs. J. Ól.: Þorvaldur Thoroddsen náttúru-
fræðingur, Sæmundur Eyjólfsson, guð- og búfræðingur, Jón Ölafsson rit-
stjóri. - /. Sig: Jón Sigurðsson forseti. - roða-Björn Jónsson ritstjóri, forseti
Bókmenntafélagsins 1884—91. - Páskaræða P. Sig: páskaræða sr. Páls Sig-
urðssonar í Gaulverjabæ kom út um þessar mundir. Um áhrif hennar er með
öllu óvíst.
JEG RUBBAÐI...
Séra Þórarinn Böðvarsson, alþingismaður í Görðum, kunnur að tíðum
skoðanaskiptum. - Björn fróði Jónsson, ritstjóri á Akureyri (1854-1920).
ÖLLEFNlDÉRANGERUÐ
Rydbergs bók: Undersökningar i germanisk mytologi, 1886-9, eftir sænska
skáldið Viktor Rydberg sem frá 1884 var prófessor í menningarsögu við
Stokkhólmsháskóla. Samtíðarmenn Rydbergs tóku verkinu fálega, en á seinni
tímum er það í meiri metum haft. Grein séra Jóns birtist í þremur hlutum í
Lýð (10/6, 4/7, 20/7 1880) undir nafninu „Bréf til Lýðs að austan“, undir-
rituð J. - Bróðir jnnn: Finnur Jónsson, lengi bóksali í Winnipeg. - Sveinn
skotti: sr. Sveinn Eiríksson, sómaprestur á Ásum og víðar, faðir Gísla sendi-
herra og Páls yfirkennara og fleiri barna. - Helgi magri: leikrit eftir sr.
Matthías kom út 1890. Gestur Pálsson birti um leikritið óvægilegan ritdóm í
ísafold. Sjá um þetta (og bréf frá 10/3 85)rit Sveins Skorra Höskuldssonar,
Gestur Pálsson. Ævi og verk, I. 224-8. - Kvœðið Huld: „Við þjóðhátíð Ey-