Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 126
124
MATTHÍAS JOCHUMSSON
SKIRNIR
firðinga. I. Huld“. LjóSmœli 1936, 16 - Hannes Þorsteinsson, ritstjóri og
þjóðskjalavörður. - Jóh. sýslumaSur: Jóhannes Ólafsson, um skeið mágur sr.
Matthíasar. Þetta hafa verið flugufréttir: Jóhannes andaðist 26. marz 1897.
MEHR LICHT
Kristojer Janson: norskur rithöfundur, sbr. SSgukafla, 248, 253-4. Steini
minn: Steingrímur Matthíasson, síðar læknir á Akureyri. Páll garmurinn frá
Hörgsdal: sr. Páll Pálsson í Þingmúla, drukknaði í Grímsá.
ÞJÓÐIN Á ENNÞÁ SÁL
Aum. Skapti Jósefsson ritstjóri átti stundum erfitt, en komst sæmilega af.
Síðar varð það að börn hans og sr. Matthías gengu í hjónaband. - Séra
Einar í Kirkjubœ: sr. Einar Jónsson, ættfræðingurinn mikli, síðast á Hofi í
Vopnafirði. - „Þar sem eiga skjól“: hér vantar eitthvað í og sennilega ófagurt.
- VolaSa land: nafntogað kvæði eftir sr. Matthías. Þar kom bölsýni hans
opinberlega í Ijós, og sætti hann ákúrum fyrir. Sjá „Níðkvæði um Island",
LjóSmœli 1936, 83, og grein eftir Steingrím J. Þorsteinsson, „Níðkvæði séra
Matthíasar um ísland", Lesbók Morgunblaðsins, 13/8 1972.
NEMESIS RAUK...
HáborS vors herra: HaUgríms Sveinssonar biskups. - Bók mín frá Dan-
mörku: rit sr. Matthíasar, Frá Danmörku, kom út 1905, sbr. Sögukafla, 347. -
Svo mikiS gekk á: sr. Matthías varð þá sjötugur.
ÚRVINDA...
Dagsetningin er 12. febrúar.
Kœra þökk fyrir: greinin er í Skírni 1906, 389-91, en þar og í Tímariti
Bókmenntafélagsins eru nokkrar ritgerðir eftir sr. Jón, sbr. Skrá um efni í
tímaritum Bókmenntafélagsins eftir Einar Sigurðsson. - H. H.: Hannes Haf-
stein ráðherra var persónulegur vinur Brandesar. - G. //.: Guðmundur Hann-
esson læknir. - Anders Hovden: norskt skáld (1860-1943). Þýðing sr.
Matthíasar á kvæðaflokki hans „Bóndanum", kom út árið 1907. LjóSmœli II,
142-200.
Vísað er til rita Matthíasar Jochumssonar í eftirtöldum útgáfum:
Ljóðmæli eftir Matthías Jochumsson. 3. heildarútgáfa mikið aukin. Útgefandi
Magnús Matthíasson. Reykjavík 1936.
Ljóðmæli. Fyrri hluti. Frumort Ijóð. ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík 1956.
Ljóðmæli. Síðari hluti. Þýdd ljóð. ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík 1958.
Sögukaflar af sjálfum mér. ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík 1959.
Bréf Matthíasar Jochumssonar. Bókadeild Menningarsjóðs, Akureyri 1935.