Skírnir - 01.01.1972, Side 129
SKÍRNIR
UM HEL
127
sigursælli byltingu. (109) En að sigri loknum kveður hann á
ný, því að hann er „gestur í þessu landi“, til aS halda áfram
„austur í lönd morgunroSans, þar sem sólin kemur upp og æfin-
týrin fæSast“. (110)
Annar og fjórSi kafli sögunnar, Dísa af Skaganum og Auðna
ásamt milliþætti, Haust, eru samfelldur lofsöngur til konunnar og
ástarinnar, og þar birtist jafnharSan heimspekilegt meginmál verks-
ins. Konan er skáldinu ímynd allra andstæSna lífsins, einfeldnin
sjálf og svo margbrotin aS hún er óskiljanleg. Hún er „eilíf nátt-
úran“, „hiS dularfulla upphaf alls“ - „ég er ekkert annaS en vafur-
logi, sem blaktir eitt andartak á leiS þinni“. (116) Öll viSleitni
skáldsins aS skilja konuna - „dís alheimsins sjálfs“ - er til einskis:
Dísa af Skaganum! ... Þú ert heilög eins og guð og óhrein eins og dýr, þú
ert einfaldari en dúfa og slægari en naðra, þú ert mjúk eins og vorþoka og
hörð eins og stuðlaberg, þú getur klappað með barnshöndum og verið ægileg
eins og snjóflóð. Gleði þín getur verið víðari en himininn, örvænting þín
dýpri en hafið, hatur þitt heitara en eldurinn, trygð þín fastari en jörðin.
Þú ert gömul eins og efnið, ung eins og andinn, eilíf eins og timinn. 115
HugleiSingar Álfs um konuna, náttúruna og lífiS sjálft renna
út í eitt. Þátturinn um konuna meS hinu táknlega nafni Auðna
hefst meS lofgerS um náttúruna, auS og margbreytni hennar:
Undursamlega náttúra! Það er eins og þú sért sífelt að berjast við sjálfa
þig. Tilraunir þínar mistakast oftar en þær hepnast. Það er ekki einungis,
að þú byggir og rífir á víxl, heldur reynirðu í einu að skapa og spyrnir á
móti því. Er það undarlegt þótt mönnum finnist þú ekki vera eitt afl, heldur
tvö, guð og djöfullinn, listamaður sem er að reyna að blása lífsanda draum-
sýnar sinnar í dautt marmarabjarg með eitlum og göllum? En hver getur
varist þess að leita að einhverjum tilgangi í lögum þínum? Lögum - lögum,
sem ekki er hlýtt, ekki eru framkvæmd! Og samt, er þeim ekki óhlýðnast
eftir öðrum lögum? Það voru líka lög, önnur lög, sem skektu mynd krystalsins
og grugguðu skærleik hans. En úr því svo er, verður þá ekki að vera eitthvert
vald yfir þessum andstæðu lögum? Andstæðurnar geta ekki verið hið síð-
asta. 121
I vansköpuðum kristalli sem Álfur fann á árbakkanum sér hann
„ómæli rúms og tíma, öll viðfangsefni mannsandans“ (122) - allar
þær andstæður sem hann þekkir úr mannlífinu sjálfu. En skyn-
semi hans nægir ekki til að slökkva þrá Álfs að kynnast því afli