Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 130
128
HELENAKADECKOVA
SKÍRNIK
sem heldur andstæðum lífsins í jafnvægi. ÞaS auðnast honum aS-
eins á einstöku innblásnum andartökum:
En aftur snýr hugurinn andartak inn á við. Ég þakka þessum dásamlega
hæfileika að dreyma, sjá hið takmarkalausa í smámununum, alheiminn gegn-
um nálarauga. Það er hugsunin, sem rýfur tjaldið milli okkar og hlutanna, svo
við sjáum meira en tómt yfirborð, sjáum samhengi og sifjar, eðli og uppruna.
122
En jafnskjótt og Alfur vaknar á ný til veruleikans er töfrunum
hrundið og hamingja hans á enda. Bæði náttúran (Haust) og konan
(Auðna) koma honum til að hugsa um elli, sjúkleik og dauða.
Eins og áður birtist lífsýn hans af afstöðunni til konunnar: „Þú
ert ekki það sem mér sýnist. Þú ert mynd, sem ég hef ofið úr fjar-
stæðustu draumum mínum . . .“ (124) Ástin er úti jafnskjótt sem
draumnum er lokið. Álfur óttast veruleikann, ellina, allt sem er
gróft og holdlegt.
Lífsýn Álfs er brugðið upp að nýju í stuttum dæmisögum eða
líkingum í 5ta kafla, Oravegum. Hann tók drauminn um alla úr-
kosti lífsins fram yfir nokkurn einn þeirra. Hann varð landflótta
föriunaður sem sá og reyndi allt, en kafaði hvergi til botns og
fann sér enga fótfestu. Augnahlikin þutu framhjá honum, öll ófull-
komin. Hann keppti að marki sem ef til vill var aldrei nema hugar-
burður. Aðeins eitt er honum víst: dauðinn sem bíður að lok-
um. (128)
6ti kaíli sögunnar er Dagur dómsins: „I dag ætla ég að fá líf
mitt metið og vegið, og borið saman við líf annara dauðlegra
manna.“ (128) En Álfur kemst aldrei á fund dómarans. I forsal
hans hittir hann tvo menn fyrir og stofnar sér í mannjöfnuð við þá.
Annar þeirra er gamall prófessor sem lagði upp á einn af vegum
lífsins og hélt hann allt á leiðarenda. Hinn hefur elskað eina konu
ævilangt og notið ástar hennar að launum. Þeir eru báðir ánægðir
með hlutskipti sitt. Álfur viðurkennir ekki Hfsýn þessara andstæð-
inga sinna. En hann kemur sér undan svo lítið ber á:
Mig þyrstir í lifandi loft. Og getur ekki verið, að mér hafi sézt yfir eitt-
hvað á jörðinni, að ég ætti að kynnast henni betur áður en ég tala við dóm-
arann? 134-5
í 7da kafla, Grasi, snýr Álfur heim aftur í átthaga sína: „Og
nú hef ég leitað hælis á landi fyrstu drauma minna og elztu