Skírnir - 01.01.1972, Side 132
130
HELENA KADECXÍOVA
SKÍRNIR
Hún kann að hlusta. Hún kann að hlusta svo, að hvert mein læðist íram úr
fylgsnum sínum og leiti lækningar. Samt hvarfla augun við og við burtu.
Hvarfla þau til annara dauðraheima, þar sem hetjurnar koma blóðugar úr
síðasta bardaganum, rífa örvarnar úr banasárunum og hafa gamanyrði á vör-
unum rneðan þau eru bundin? 152
Hvað sem því líður á Hel Sigurðar Nordals harla fátt annað en
nafnið sameiginlegt með hinni gnúpleitu og grimmlegu dóttur Loka
í Eddu. Á hinn bóginn er sitthvað sem bendir til kristinna hug-
mynda um endurlausn og eilíft líf í lokakaflanum í Hel. I því að
Álfur öðlast hvíld og frið að lokum víkkar herbergið hennar móð-
ur hans „og verður að gotneskri kapellu, fullri af reykelsisilmi“.
Og Hel sjálf ákallar ókunnan drottin - „sem mér ert meiri, sem ég
lýt, en skil ekki“. (155)
í heimi Heljar hitti Álfur Unu, unnustu sína að nýju (157-9) -
eins og höfundur vilji ekki gefa með öllu frá sér tilliugsunina um
sátt hans við æsku og uppruna sinn að lokum. En hjálpræði Heljar
ristir samt dýpra og felur í sér refsingu og umbun í senn. Álfi var
sj álfum Ij óst að hann hafði átt lánlausa ævi:
Ég hef leitað að einhverju til þess að leita að. Ég hef leitað að friði, fundið
haráttu, elskað baráttuna, af því að hún sló bjarma á vonina um frið. Ég hef
fórnað augnablikunum fyrir eitthvað, sem ég aldrei fann, og hefði heldur
ekki verið nema augnablik, ef ég hefði fundið það. Ég hef leitað að sjálfum
mér og týnt sjálfum mér. 151
Það eru sígildar spurningar frumspekinnar um liinstu rök tilver-
unnar, eilífð lífsins sem Álfur ber upp. En lífið veitti honum engin
svör, ekkert annað en spurningar og óvissu:
Ég er spurningar og leit, sagði lífið, mig er ekki til neins að spyrja. Ég á
engan tilgang. Spyrðu jörðina um braut sína. Ilún vísar til sólarinnar. Spyrðu
sólina. Hún bendir út í myrkrið. Spyrðu býfluguna og maðkinn í moldinni.
Enginn veit. Spyrðu dauðann. 154
En dauðinn svaraði: „Ég ræð ekki gátu lífsins. Ég þurrka hana
út.“ Eina líknin er hjálpræði Heljar:
Vesalings barn! Ég gef þér friðinn og hamingjuna, eilífðina og augnablikið,
í einu orði: gleymdu. 155
Sj álf biður Hel sinn ókunna drottin um gleymsku og frið: „Kem-
ur aldrei sá dagur, sem ég fæ að gleyma, kemur ekki sú stund,
sem ég skil að eilífðin er ekki nema hilling?“ (156) Hún gefur