Skírnir - 01.01.1972, Side 133
SIÍIRNIR
UM HEL
131
Álfi æsku sína aftur, hæfileika að' sjá og skilja og undrast, dá og
gleðjast enn meir en áður. En um leið gerir hún hann framandi fyrir
sjálfum sér. Með ókyrrð hugarins hafa allar minningar og þekking
horfið honum. Leiði hann hugann að því sem hann hefur reynt,
sofnar hann, og þegar hann vaknar að morgni er allt gleymt. „Ég vil
ekki gleyma, ékki gleyma, minnið er ég sjálfur!“ var hið síðasta sem
Álfur sagði í fangi Heljar. (155) Hún tekur frá Álfi hæfileika
reynslunnar, að muna og spyrja - en hann veit ekki sjálfur hvers
hann hefur misst og saknar þess ekki. Síðasta myndin úr ríki Helj-
ar er friðsældin sjálf:
Hér eru mein jarðarinnar grædd, sorgirnar huggaðar. Forlög jarðarbúa eru
tóm brot, brotnir baugar, jpar sem blæðir úr sárunum. Hér lykjast baugarnir,
það nær saman sem saman á, sögunum er lokið og rúnirnar ráðnar. 159.
Og sögulokin höfða til hins sígilda sálms séra Matthíasar Joch-
umssonar, lofsöngs hans um stef úr 90asta sálmi Davíðs:
Og tíminn líður, endalaust.
Þúsund ár. En aðeins einn dagur.
Hundrað þúsundir ára. En altaf einn dagur.
Nýr dagur, án fortíðar og framtíðar.
Dagur, sem er ríkur eins og þúsund ár.
011 eilífðin, sem einn dagur.
Einn dagur, sem öll eilífðin.
3
Hér að framan hefur verið reynt að gera grein fyrir nokkrrun
helztu efnisatriðum úr Hel, kafla fyrir kafla sögunnar. En nú er
mál til komið að draga dæmin saman.
Innsta þrá Álfs frá Vindhæli er í verunni uppistaða allrar heim-
speki: þörf manns að skilja ganginn í tilverunni og gefa lífinu gildi,
ráða fram úr sjálfum sér. í hefðbundinni íslenzkri sveitasögu eiga
söguhetjur þeirra fárra kosta völ við sínar fábreyttu kringumstæð-
ur. Sigurður Nordal tekur hins vegar mið af stöðu mannsins í heimi
nútímans. Eitt auðkenni hans er hin sífellda óró sem knýr Álf
áfram og kemur honum til að leita að sjálfum sér úti í hinum stóra
heimi sem veitir völ allra kosta.