Skírnir - 01.01.1972, Page 134
132
HELENA KADECKOVA
SKÍRNIR
SamtíSarlýsing sögunnar er nánast ívaf í mannlýsingu Álfs. En
þar er brugöið upp svipmyndum af meginandstæSum nútímaþjóS-
félags, örbirgS á aSra hliS, auSi og glysi á hina, allsleysingj um í
uppreisn gegn ríkjandi skipulagi. I átthögum Álfs var lífiS Iiart og
örSugt, en engu að síSur öfundsvert — vegna þess hve einfalt þaS
var. NútímamaSur getur ekki leyst vandamál sín meS því aS hverfa
aftur til frumstæSra lífsgilda bændafólksins. En hluttekning höf-
undarins í högum snauSrar alþýSu, bæSi í borginni og heima í átt-
högum Álfs, er alveg glögg í sögunni. Foringi allsleysingja „heimt-
ar jafnan rétt fyrir alt sem lifir, og ber djúpa virSingu fyrir hverju
harni sem fæSist, af því aS allireiga jafna hlutdeild í hinni óleysandi
gátu lífsins.“ (109) En því fer fjarri aS þjóSfélagsIegar kringum-
stæSur skipti mestu um skilyrSi mannlegrar tilveru eins og þeim er
lýst í Hel. Leit Álfs aS lífstilgangi beinist fyrst og fremst aS lausn
heimspekilegra vandamála.
I Hel er sífelldlega fengizt viS grundvallarvanda nútíma-heim-
speki: vandamál mannlegrar þekkingar. I íslenzkum bókmenntum
hafSi aSeins Einar Benediktsson glímt af viSlíka ákefS viS „gátu
lífsins“ á undan SigurSi Nordal. En spurningum Álfs er öllum
ósvaraS aS sögulokum: hinstu rök tilverunnar eru og verSa óráSin
handan viS landamæri mannlegrar þekkingar. Jafnvel gamli pró-
fessorinn í forsal dómarans, sem sá aSeins eina báruna á hafi lífsins
og reyndi aS kafa þá báru til botns, verSur aS viSurkenna aS
„ . . . öll mannleg þekking er ekkert annaS en eyja, umflotin af óend-
anlegu hafi hins ókunna“. (130) Gáta lífsins verSur ekki ráSin í
raunheimi. Spurnir og leit Álfs frá Vindhæli tók ekki enda fyrr en
meS lausnarorSi Ideljar: gleymdu.
HiS margbrotna táknmál lokakaflans í Hel gefur meSal annars
til kynna aS höfundurinn geti unaS viS trúarlega lausn á vanda
lífsins, kristilegan skilning eilífs lífs eftir dauSann.
Sömu afstöSu tók SigurSur Nordal í Lífi og dauða, flokki út-
varpserinda sem komu út í bók um haustiS 1940: spurningin um
líf eftir dauSann er eitt af áleitnustu vandamálum mannlegs lífs, og
þaS má vera aS hagkvæmt sé aS trúa á möguleika þess. Fyrsta gerS
loka-erindisins, Ferðin sem aldrei var farin, var samin um sömu
mundir sem Nordal var aS ljúka viS Hel, áriS 1917.2 En er lausn
trúarinnar, aS þessum hætti, annaö né meira en einn af mörgum úr-