Skírnir - 01.01.1972, Side 135
SKIRNIK
UM HEL
133
kostum lífsins - til þess fallin aS gera lífið sjálft frjórra og fjöl-
breytilegra en ella?
Það er Ijóst að hvorki hið þj óðfélagslega efni í Hel né heimspeki-
leg umræða sögunnar móta endanlega lífsýn verksins. Hvort tveggj a
er fyrst og fremst þáttur í lífsreynslu Alfs frá Vindhæli. Og hvort
tveggja á vissulega sinn þátt í bölsýni Álfs, reynsla hans af þjóð-
félagi nútímans og tortryggni á möguleika mannlegrar þekkingar.
Það sem mestu skiptir í sögunni eru vandamál mannlegrar tilveru
hér á jörðinni: þörf manns að njóta sín til hlítar innan þeirra óvið-
ráðanlegu takmarkana sem honum eru sett, bæði hið ytra og innra
með sjálfum sér. Og það eru hinar innri takmarkanir og möguleikar
mannsins sem hugur Nordals beinist að og hann fjallar sér í lagi
um í Hel.
í eftirmála Fornra ásta getur Sigurður Nordal þess að síðasti
kaflinn í Hel sé saminn í Oxford í desember 1917. Þau tvö ár sem
hann dvaldist þar lagði Nordal einkum stund á heimspeki og sálar-
fræði. Á því leikur enginn vafi að bæði Hel og alþýðlegar ritgerðir
Nordals fyrr og síðar hafa með ýmsum hætti notið ávaxtanna af
þessum námsárum hans, þar á meðal útvarpserindin sem fyrr voru
nefnd, Líf og dauði. Það er að sjá að Nordal hafi orðið fyrir sterk-
um áhrifum af heimspeki og sálarfræði William James og sálfræði-
legri menningargagnrýni Paul Bourgets. Trúlegt er að báðir þessir
höfundar hafi átt hlut að því að móta skoðanir Nordals á sálfræði-
legum skilyrðum mannlegs lífs og tilveru um þetta skeið ævinnar.
Fyrsta verk Sigurðar Nordals, utan háskólans, eftir að hann var
kominn heim til íslands var flokkur tuttugu erinda fyrir almenning
sem hann flutti veturinn 1918-19, eða á sama tíma sem hann hefur
búið Fornar ástir til prentunar. Erindi þessi, sem hann nefndi Ein-
lyndi og marglyndi, hafa aldrei verið gefin út, en efnisútdráttur birt-
ist í blöðum um haustið 1918.3 í erindunum birti Nordal íslenzkum
áheyrendum í fyrsta sinn niðurstöður af námi sínu í heimspeki og
sálarfræði á umliðnum árum.
í Einlyndi og marglyndi fjallaði Nordal um tvær andstæðar
hneigðir í mannlegu sálarlífi og lýsti tveimur manngerðum sam-
kvæmum þeim. Þar var annars vegar „hinn marglyndi maður“, fjöl-
hæfur, viðkvæmur, efagjarn, en hins vegar „einlyndur maður“, ein-
beittur, rökhygginn og framgjarn. Hann sýndi fram á úrkosti og