Skírnir - 01.01.1972, Side 137
SKÍRNIR
UM HEL
135
ævistarf sitt, það var hans eigin vandi að fá að njóta hæfileika
sinna til hlítar í lífi og starfi - sætta og samræma andstæður síns
eigin eðlis. Yrkisefni Nordals í Hel verða því ekki að skaðlausu
aðgreind frá öðrum viðfangsefnum hans um sömu mundir.
Og hinar persónulegu undirrætur skáldverksins skýra að sínu
leyti formgerð og stíl þess. Hel var samin á löngum tíma, j afnframt
öðrum störfum og námi, skáldlegur ávöxtur langvarandi íhugunar.
Hin áleitnu persónulegu íhugunarefni og álitamál kröfðust snöggrar
útrásar, mótuðu formgerð sögunnar eftir sínum þörfum, myndmál,
tákn og líkingar hennar með sínu víðtæka merkingarsviði. Sjálf-
vakinn ljóðrænn stíll hennar stafaði af nauðsyn efnisins. Skáldið
gaf sig á vald hrynjandi málsins og merkingarauði án þess að
skeyta um hefðbundnar formkröfur. Og það var auður myndmáls-
ins, margbreytt hljóðfall óbundinnar ræðu á íslenzku í Hel sem
gleggst sýndi fram á mögulega, og nauðsynlega, endurnýjun ís-
lenzks skáldskaparmáls og stíls.
Sigurður Nordal segir sjálfur að á þessum árum hafi hann alls
ekki fylgzt ýkja náið með nýjum íslenzkum skáldskap. A hinn bóg-
inn sökkti hann sér niður í erlendar, einkum franskar bókmenntir.
Hann nefnir Baudelaire, Paul Bourget, J. K. Huysmans og Maurice
Maeterlinck eftirlætishöfunda sína á þessum árum. Það er ljóst af
stílnum og hugblænum á Hel að hann hefur orðið fyrir sterkum
áhrifum af simbólismanum. En þessi áhrif hafa nánast orðið til
þess að leysa úr læðingi hans eigin persónulegu tjáningarþörf.
I eftirmála Fornra ásta segir Nordal meðal annars um Hel:
Ef ég hefði haft meiri tíma til ritstarfa af þessu tæi, hefði líklega orðið úr
því efni löng skáldsaga. Fyrir smásögu var það of viðamikið. En nú átti ég
ekki kost á nema fáum og strjálum tómstundum. Þannig sköpuðu ástæður
mínar mér formið. Þættirnir úr æfisögu Alfs frá Vindhæli gátu ekki runnið
saman í skáldsöguheild með breiðum og skýruin dráttum. Þeir urðu að ljóða-
brotum í sundurlausu máli.
En þegar Fornar ástir komu út að nýju, þrjátíu árum síðar, dró
hann fyrri skoðun sína í efa. Hann segir í eftirmála annarrar út-
gáfu, 1949:
Við þetta hef eg því einu að bæta, að eg efast nú mjög um, hverja „ástæð-
urnar“ hafa ráðið og hvort þetta hefur nokkurn tíma verið efni í annars konar
frásögn. Allt frá því, er aðalpersónan kom til mín og kynnti sig með orðun-