Skírnir - 01.01.1972, Qupperneq 138
136
HELENA KADECKOVÁ
SKIRNIR
um: Álfur heiti eg, Álfur frá Vindhæli, - talaði hann í þessum stfl, og hann
mundi að líkindum hafa veslazt upp, ef eg hefði reynt að teygja lengri lopa
úr brotunum. 158
Hér að framan hefur einmitt verið reynt að sýna fram á hina
innri rökvísi í formgerð Heljar, að sagan sé bæSi aS efni og stíl
fullnuS smíS eins og frá henni er gengiS.
4
Á þaS mætti benda, til aS andæfa því sem aS framan segir, aS í
Hel sé öldungis ekki lýst alsköpuSum manni samkvæmt hinum sál-
fræSilegu niSurstöSum SigurSar Nordals um einlyndi og marglyndi.
En því er til aS svara aS Hel er einmitt ljóSræn sjálfsmynd hins
marglynda manns, Álfs frá Vindhæli, uppger höfundar viS skáldiS
í sjálfum sér. Og sá sem lærdóm dró af þeirri sj álfsþekkingu sem
Álfi auSnaSist aS lokum var fræSimaSurinn SigurSur Nordal.
FróSlegt er aS sjá hvernig mannskilningur Nordals, hugmyndir
hans um andstæSar hneigSir mannlegs eSlis og niSurstöSur um
hiS frjóa jafnvægi þeirra í farsælu lífi, hafa sett svip á vísindaleg
verk hans og þar meS skapaS skilning hans á íslenzkum bókmennt-
um og menningu.
í forspjalli fyrir riti sínu Islenzk menning, 1942, segir SigurSur
Nordal frá heimspekinámi sínu á árunum 1913—17, sömu ár sem
Hel var í smíSum. „ÞaS var líka mála sannast, aS eg fjarlægSist á
þessum árum enn meir en eg þegar hafSi gert þann anda í fræSi-
grein minni, sem drottnandi var í Hafnarháskóla,“ segir hann. (13)
Enn fyrr varS hann gagntekinn af frönskmn bókmenntum, og
var Ernest Renan þá um tíma eftirlætishöfundur hans:
Þýzk áhrif bára þá ægishjáhn yfir norrænni málfræði, ritskýringu og
bókmenntasögu, og þau gera það enn að mestu leyti, að því er snertir íslenzk
fræði. Frakkar höfðu að vísu margt lært af Þjóðverjum, og Renan var eitt
dæmi þess. En þeim hætti síður en þýzkum og norrænum fræðimönnum við
að kafna í lærdómnum, í sífelldum undirbúningi einhvers, sem aldrei var gert.
Þeim var stundum álasað fyrir að vera ekki nógu smásmugulir vísindamenn.
Það vakti tortryggni, að þeir skrifuðu ljóst og læsilega, voru mannlegri í
hugsun, undu ekki við afmarkað sérsvið, vildu láta árangur fræða sinna verða
arðbæran fyrir þjóðmenningu og lífsskoðun samtíðarinnar. 11-12
I sínum eigin ritum hefur Sigurður Nordal leitazt við að sam-
ræma listræn verðmæti málfars og stíls hinum vísindalega efnivið -