Skírnir - 01.01.1972, Page 139
SKÍRNIR
UM HEL
137
sameina margbreytni og næmleika skálds einbeitni og úthaldi
fræðimannsins. Og hann hefur verið marglyndur rithöfundur. Auk
kennslu sinnar og rannsókna á sögu íslenzkra bókmennta og menn-
ingar hefur hann um sina daga fengizt við flest þau viðfangsefni
sem hæst hefur borið í bókmenntum og menningarlífi samtíðarinn-
ar. Hér má aftur minna á áhrif franskra bókmennta á Nordal. Það
er glöggt að vísindalegur ritháttur á frönsku, franskur esprit ef
svo má að orði kveða, hefur verið honum rneir að skapi en ein-
lynd aðferðafræði og þurrlegur ritháttur þýzkra og norrænna fræði-
manna — þeirrar manngerðar sem hann lýsti af svo næmri samúð
og skilningi í gervi gamla prófessorsins í forsal dómarans í Hel.
Annaðhvort samtímis eða strax að verki loknu að Hel og fyrir-
lestrunum um einlyndi og marglyndi hefur Nordal samið bók sína
um Snorra Sturluson, 1920. Áður hafði hann fjallað um Snorra og
rit hans í sínum fyrstu „einlyndu“ vísindalegu ritgerðum, prófrit-
gerð 1911 og doktorsritinu, 1914. Nú freistaði hans þess að lýsa
sálfari og persónuleika Snorra - og sló því föstu að hann hafi verið
dæmigerður „marglyndur maður“. Af þessu lundarfari hans leiddi
pólitískar ófarir Snorra, en bókmenntastörf hans nutu þess. Auð-
kennið á ritum hans er fullkomið jafnvægi vísinda og listar, en í
Ijósi þeirra andstæðna telur Nordal að skýra megi alla þróun forn-
sagna. Hæst rísa hinar fornu bókmenntir þar sem tekst að sam-
ræma „fróðleik og skemmtan, sannleika og skáldskap, raunsæi og
hugmyndaflug, efnisgnótt og hófsemi“ í sígildu jafnvægi.4
Það var frá öndverðu þáttur í vísindalegri stefnuskrá Sigurðar
Nordals, að gera hinar fornu bókmenntir og menningararf aðgengi-
legan lesendum nú á tímum - „arðbæran fyrir þjóðmenningu
og lífsskoðun samtíðarinnar“. Hinn „íslenzki skóli“ í norrænum
fræðum festi sjónir á höfundi að baki verkinu, fjallaði um sög-
urnar sem listrænar bókmenntir, verk tiltekinna manna á 13du öld,
mótuð af skáldlegri ímyndun og sálfræði lifandi lífs. En kveikja
þessara hugmynda var löngu fyrr fram komin. Hel Sigurðar Nor-
dals var ekki einasta tímamótaverk í íslenzkum nútíma-skáldskap.
Þar var að skáldlegum hætti lýst undirrótum þeirra skoðana sem
mótuðu fræði hans í hálfa öld.
Olafur Jónsson
þýddi