Skírnir - 01.01.1972, Page 144
142
OSKAR HALLDOKSSON
SKÍENIR
En þú sem undan
æfistraumi
flýtur sofandi
að feigðarósi,
lastaðu ei laxinn
sem leitar móti
straumi sterldega
og stiklar fossa! 2
Á árinu 1942 flutti Sigurður GuSmundsson skólameistari háskóla-
fyrirlestur, sem liann nefndi Læknakviður Bjarna Thorarensens.
Um myndina í fyrsta erindi Oddskviðu farast honum svo orð:
„Þar sýnir skáldið mann, sem hrapað hefir fyrir hamra, liggur þar lifandi,
kvalinn og kraminn, „hraunöxum holdi söxuðu" og hljóðar ekki „eftir nót-
um“.s
Þvínæst víkur hann að nrynd annars erindis með svofelldum orð-
um:
„Sama hugsun er enn skýrð í öðru erindi, í sjónréttri og skýrri mynd ...
Kvistur sprettur úr jörðu, þar sem eldur logar undir og eldi rignir á hann að
ofan. Og eldurinn er kvalaeldur, og regnið er eldregn mannlegra þjáninga".4
Þessi túlkun er ekki svo ljós sem skyldi, en skýrist þó, ef meira
er lesið af máli Sigurðar. Athygli skýrandans beinist fyrst og
fremst að manninum, sem þjáist, svo að greinilegt er, að hann
skoðar líkinguna í heild sem táknmynd mannlegra örlaga við
erfið vaxtar- og lífsskilyrði, og síðar talar hann um „lýsingu skálds-
ins á hinum furðulega kynj amanni“.5 Á svipaða lund er skýring
Sveinbjarnar Sigurjónssonar ári síðar:
„kvistir kynlegir: undarlegur gróður.
juni: eldur. Hugsunin er þessi: Engan skyldi furða, þótt sá maður
verði undarlegur, sem þjáist af hörmum og hugarstríði.
eldregn: A barnsárum Odds kom vikurregn Skaftárelda, og mun
það ráða nokkru um líkingaval skáldsins."6
Loks er að nefna niðurstöðu Þorleifs Haukssonar um þessa sömu
mynd, sem kemur fram í ritgerð hans: Endurteknar myndir í kveð-
skap Bjarna Thorarensens. Hann flokkar hana með jurtamyndum af
manninum og segir síðan: „ . .. er höfuðáherzlan hér lögð á hina
verri jörð, líf og uppvaxtarskilyrði einstakiings í jarðneskri til-
46 'T
veru .1