Skírnir - 01.01.1972, Side 145
SKIRNIR
KVISTIR ICYNLEGIR
143
Allar þessar skýringar hníga í eina átt: Kvistir kynlegir eiga að
tákna menn, sem hafa orðið öðruvísi en fólk er flest, vegna þess að
umhverfi og lífskj ör komu í veg fyrir eðlilegan vöxt og þroska. Og
dæmi þessa á Oddur Hjaltalín að vera.
Oddur var tæpum fjórum árum eldri en Bjarni og kom til Kaup-
mannahafnar 1803, þegar Bjarni hafði dvalizt þar inn eins árs
skeið. Með þeim tókst þá vinátta, sem hélzt meðan báðir lifðu,
enda þótt leiðir þeirra skildu 1808, þegar Oddur hvarf heim frá
læknisnámi og settist að í Stykkishólmi, skipaður læknir í syðra
hluta vesturamtsins. Um skeið varð þó aftur skemmra á milli þeirra,
því að Oddur gegndi landlæknisembættinu á árunum 1816-20 og
bjó að Nesi við Seltjörn, en Bjarni í Gufunesi. En eftir það varð
Oddur aftur læknir fyrir vestan og átti heima á Snæfellsnesi, síðast í
Bjarnarhöfn. Er ekki vitað, að þeir Bjarni hafi hitzt nema einu
sinni, eftir að Oddur fluttist vestur, en bréf fóru á milli þeirra og
kviðlingar.
Af heimildum um Odd lækni er ljóst, að hann hefur þótt frábær
að andlegu atgervi, menntun og mannkostum.8 En við lof sitt um
Odd bætir Pétur Fr. Eggerz (1831-1892) þessum orðum: „En þann
breyzkleika hafði hann, að hann hneigðist mjög til ofdrykkju síðari
hlut æfi sinnar, og var þá opt svaðalegur, illyrtur, þótt græskulaust
væri, og stundum laus hendin, er hann var þannig fyrir kallaður.“9
Þessu til staðfestingar hefur Pétur skráð nokkrar sögusagnir, sem
gengið hafa af Oddi þar vestra. Er af þeim auðséð, að liann hefur
beitt ímyndunarafli sínu ótæpilega, sagt furðulega drauma sína og
fabúlerað með stórskemmtilegum hætti um væntanleg afdrif sín ann-
ars heims. I annan stað var hann frægur fyrir gífuryrði bæði í kvið-
lingum og tilsvörum. Er hér eitt dæmi:
Maður nokkur átti tal við Odd og klifaði lengi um hið sama, þangað til
Oddi leiddist og mælti:
„Jeg vildi þú værir horfinn svo langt ofan fyrir helvíti, að djöfullinn sæi þig
ekki í bezta kíki.“10
Má geta nærri, að fólki þeirrar tíðar hafi þótt slíkur munnsöfnuð-
ur lílt sæma virðulegum embættismanni og framkoma Odds verið
mörgum ráðgáta, jafnvel þyrnir í augum. Og ekki hefur Oddur
heldur ætíð verið sáttur við umhverfi sitt fyrir vestan, svo sem m. a.
má sjá af bréfi hans til Bjarna 1821: