Skírnir - 01.01.1972, Side 146
144
ÓSKAR HALLDÓRSSON
SKIRNIR
Mikið er eg oft melankólskur, einkum vegna remotionar minnar frá Suður-
landi, hvar eg var vel metinn og undi mér vel . . . hér vestra býr stórlynd þjóð,
en þar að auki púrörm og fattig, svo hana vantar ei einasta máttinn, heldur
og viljann til rétt að taxera einn góðan læknir, sem eg cæteris paribus verð nú
að meta mig.11
Bréf Bjarna til Odds eru nú löngu glötuð, en stunduxn hefur hann
minnzt á vin sinn í bréfum til annarra manna, einkum Bjarna Þor-
steinssonar amtmanns á Stapa.12 Kemur þá m. a. fram, að honum
hefur þótt sem Oddur ætti ekki að fagna skilningi annarra sem
skyldi: „Það er ekki í fyrsta sinn, að hönum hefir verið lagt illa út
það sem hann hefir viljað gjöra í góðri meiningu.“ (5. des. 1830).
Þá má víðast sjá, að Bjarni hefur metið æskuvin sinn mikils og
borið ósvikna umhyggju fyrir honum. í bréfi til nafna síns 1833
segir hann:
Eg vildi þú gætir fært Odd Hjaltalín nær þér! sé satt sagt, þá gengur þar
góður og gagnlegur maður - hreinn demant í ryðgaðri járnumgjörð - til
grunna.
Hvergi gefa ummæli Bjarna, þau er ég hef séð, til kynna, að
honum hafi þótt Oddur undarlegur, en um orðbragð hans og fjar-
stæðutal var honum heldur en eklci kunnugt. Sj álfur var Bj arni orð-
hákur, og af kviðlingum þeirra hvors til annars svo og bréfurn er
auðséð, að samskipti þeirra hafa löngum verið full af gáska, þar
sem ekki skorti „tíguleg orð af hvörutveggjum“, svo að notuð séu
orð Bjarna sjálfs um talsmáta þeirra. Og eitt sinn er Bjarni hafði
sagt mergjaða sögu og var inntur eftir heimildarmanni, svaraði
hann:
„Það var maðurinn, sem hefur kjaptinn í kring um allt höfuð-
ið“t3
En maðurinn var Oddur Hjaltalín. Sögur hans voru fullar af
skáldlegum hugarórum í anda rómantíkur, sem sveif yfir vötnunum,
þegar þeir Bjarni voru ungir Hafnarstúdentar. Frá sjónarhóli róm-
antísks skálds voru þær fyrst og fremst andrík tjáning, þótt aðrir
hneyksluðust.
En víkjum nú aftur að kvæðinu. Fyrstu tvö erindin mynda inn-
gang þess. Felst sín myndin í hvoru þeirra, en báðar túlka sama
efni: tj áningu þess sem þj áist. í fyrri myndinni eru kvalirnar líkam-
legar, en í hinni síðari andlegar. Annað erindi fjallar þannig ekki