Skírnir - 01.01.1972, Page 150
148
HEIMIR PÁLSSON
SICIRNIR
að túlkun og skýringu viðkomandi persóna, ekki sögunnar í heild.
Skylt er að taka fram, að undirritaður telur sjálfgefið að persónur
slíkrar sögu lúti uþb. sömu lögmálum og lifandi fólk - án tillits til
sögulegs (histórísks) gildis sögunnar.
Af aðalpersónmn sögunnar skal að sinni einkum beint sjónum
að tveim, Hallgerði langhrók og Gunnari Hámundarsyni. Bæði hafa
þau hjón stundum orðið fórnarlömb nokkuð yfirborðskennds lestr-
ar og eiga því skilið að hljóta gaumgæfingu eina ferðina enn.
II
Einar Olafur Sveinsson hefur í riti sínu A Njálsbúð (Rvk. 1943)
lagt ósmáan skerf til skilnings á vandræðabarninu Hallgerði Hösk-
uldsdóttur. Að mörgu leyti vildi ég taka undir túlkun og skilning
hans. Tam. er mjög mikilvægur sá þráður sem hann rekur og liggur
frá eðlisþáttum ætta hennar og uppeldi í Dölum vestur. í skapgerð
Hallgerðar eru samtvinnaðar ættir hennar, stolt og stórlyndi föður-
fólksins, konungakynsins, fláttskapur og jafnvel fjölkynngi móður-
ættar, — og svo bregður fjórðungi til fósturs eins og ella í sögunni:
Þjóstólfur var enginn skapbætir Hallgerði. Með tilliti til þessa upp-
runa verður Hallgerður á engan hátt ótrúleg. Hins vegar verður að
gæta þess að leiðast ekki til of einfaldra skýringa á gerðum hennar.
Hið fyrsta skipti er Hallgerður manni gefin samkvæmt lög-
málum feðraveldisins. Höskuldur selur dóttur sína þokkalegum mið-
lungsmanni. Sjálf þykist hún vargefin. Nærfellt alla tíð síðan er því
líkast sem hlóð hennar hrópi á hefnd yfir karlkyn allt. Þorvaldi
manni sínum lætur hún Þjóstólf ryðja úr vegi, sendir vegandann
síðan á náðir móðurbróður síns, Svans á Svanshóli, galdramanns
sem ekki verður skotaskuld úr að koma Þjóstólfi undan.
Öðru sinni er Hallgerður manni gefin, en nú kveður við allt ann-
an tón. Glúmur Óleifsson er af öðru sauðahúsi en Þorvaldur og allt
öðruvísi að málinu staðið. Eins og til að leggja sérstaka áherzlu á
það, segir höfundur frá því næstum í sömu andránni, að Hallgerð-
ur elur manni sínum harn og að Svanur á Svanshóli ferst. En ógæf-
an fylgir henni, Þjóstólfur er rekinn frá Höskuldsstöðum, hann flýr
til Hallgerðar fóstru sinnar sem vonlegt er. Þar í frá hlýtur að arka
að auðnu.
Réttilega hefur Einar Ól. Sveinsson bent á að hlátur Hallgerðar