Skírnir - 01.01.1972, Qupperneq 151
SKÍRNIR
HJÓNIN Á HLÍÐARENDA
149
við’ Þjóstólfi, er hann segir henni víg Glúms, verður greiðast skilinn
sem hreiðsla yfir óhærilegan harm. Vert er og að taka eftir orða-
skiptum Þorvalds og Osvífurs um hlátur Hallgerðar fyrr í sög-
unni (11. kap.). Fróðlegt er að bera saman þau ráð er hún
kann fyrir Þjóðstólfi að sjá nú og áður, er svipað stóð á. Þá
var Hallgerði enginn yfirbreiðsluhlátur á vörum, er hún sendi
Þjóstólf að Svanshóli. Nú er henni hins vegar engin þökk í skapi,
þótt þess gæti naumast í öðru en hlátri hennar. Urræðin verða hvort
tveggja í senn lík og ólík. Aftur sendir hún Þjóstólf á náðir ætt-
ingja. En nú er sá ættingi ekki af móðurfrændum. Hrútur Herjólfs-
son, föðurbróðir hennar, er sá sem hún velur til að veita Þjóstólfi
þá viðurtöku er hezt hæfir.
Þjóstólfur, þessi suðureyski vígamaður, var frá upphafi einskon-
ar utangarðsmaður í sögunni. Hann stóð utan laga og réttar, var
„öðruvísi“. Fyrir duttlunga örlaganna hafði honum verið fengið
það hlutverk að fóstra, ala upp, stúlkubarnið Hallgerði. Smám sam-
an sjáum við ást hans breytast. í upphafi minnir hún helzt á föður-
ást eða bróðurkærleik, en ljóst verður af viðræðum hans og við-
brögðum við Glúm, að þá er svo komið, að hann verður að fá á
það reynt, hvorum Hallgerður ann meira, honum eða eiginmannin-
um. Og það er ekki lengur föðurást heldur ofur mannleg eignarfýsn
sem rekur hann áfram. Frá víginu kemur hann með veika von í
brjósti:
„Eigi veit ég, hversu þér mun þykja, ég segi þér víg Glúms.“
„Þú munt því valda,“ segir hún.
„Svo er,“ segir hann.
Hún liló að og mælti: „Eigi ert þú engi í leiknum."
„Hvert ráð sér þú fyrir mér nú?“ sagði hann.
„Far þú til Hrúts, föðurbróður míns,“ segir hún, „og sjái hann fyrir þér.“
„Eigi veit ég,“ sagði Þjóstólfur, „hvort þetta er heilræði, en þó skal ég
þínum ráðum fram fara um þetta mál.“ (17. kap.)
Athugulum lesara dylst elcki, að þrátt fyrir óljós orð: „Eigi veit
ég . ..“ hefur Þjóstólfur skilið dómsorð fóstru sinnar. Nú kýs hann
að ganga óhikað tmdir sverð Hrúts. Honum er lifið hvort sem er
einskis virði héðan af. - Hrútur skilur að sínu leyti um leið og
hann veit að Hallgerður sendi Þjóstólf: „„Eigi veldur hún þessu
þá,“ segir Hrútur og brá sverðinu.“ (loc. cit.)