Skírnir - 01.01.1972, Síða 152
150
HEIMIR PÁLSSON
SKÍRNIR
Þannig verður þessi frásögn og þetta atvik fyrst til þess í sögunni
að Leina athygli okkar að yfirbreiðslu, og þá á mjög áberandi hátt,
enda hefur mönnum ekki dulizt merkingin í hlátri Hallgerðar.
Ævisögu Hallgerðar Höskuldsdóttur er óþarft að rekja úr þessu,
en nægir að staldra við á stöku stað.
Komu hennar austur í Fljótshlíð fylgja illspár og fyrirboðar, eins
og jafnan ótíðindum í Njálu. Lesendum verður fyrirfram ljóst að
árekstur hljóti að verða milli hjónabands Gunnars og Hallgerðar
annars vegar, en vináttunnar milli Gunnars og Njáls hins vegar:
„Af henni mun standa allt hið illa, er hún kemur austur hingað,“ segir
Njáll.
„Aldrei skal hún spilla okkar vinfengi," segir Gunnar.
„Það mun þó svo nær liggja," segir Njáll, „en þó munt þú jafnan bæta fyrir
henni.“ (33. kap.)
Þessar samræður boða það jafnvel fyrirfram, hvort bandið muni
reyna meira á, hjóna- eða vináttubandið.
I veizlunni á Bergþórshvoli skerst fyrst í odda. Bergþóra mis-
býður virðingu og stolti Hallgerðar, og þær skiptast á svívirðingum,
sem naumast eiga sinn líka. Særð leitar Hallgerður trausts þar sem
beinast liggur við: hjá eiginmanninum. Gunnar á um tvennt að
velja; hvorugur er kostininn góður. Hann velur vináttu á kostnað
sambúðar:
Hann spratt upp og sté fram yfir borðið og mælti: „Heim mun ég fara, og
er það maklegast, að þú sennir við heimamenn þína, en eigi í annarra manna
híbýlum, enda á ég Njáli marga sæmd að launa, og mun ég ekki vera eggj-
anarfífl þitt.“ (35. kap.).
Þetta eru stór orð, og naumast kyn þótt Hallgerði þættu þessi lög
jafnslæm eða verri stungum Bergþóru. Hún lætur að sönnu á engu
bera, en hefur í heitingum við Bergþóru áður þau hjónin hverfa á
braut, enda sómdi illa virðulegri húsfreyju þj óðveldisaldar að
senna opinberlega við bónda sinn.
Afleiðingar orðaskaksins á Bergþórshvoli verða húskarlavígin. Á
yfirborði skiptast þær húsfreyjur á Hlíðarenda og Bergþórshvoli á
um að láta drepa húskarla eða aðra menn hvor fyrir annarri, unz
fallnir eru þrír menn af Bergþóru, fjórir af Hallgerði - og þá eru
líka Njálssynir orðnir þátttakendur. Atvikin verða ætíð nema síðast
meðan bændur sitj a á þingi. A yfirborði er um að ræða endurtekn-