Skírnir - 01.01.1972, Side 153
SKIRNIR
HJÓNIN Á HLÍÐARENDA
151
ingu sama minnis með jafnri stígandi. Á yfirborði leikur Hallgerð-
ar við Bergþóru. En á bak við kynni annað að liggj a.
Sagan segir svo frá, að hverju sinni, er víg var vegið, sendi Hall-
gerður mann til þings að segja Gunnari tíðindin. Bergþóra lætur
aldrei segja Njáli. Skýringin er augljós: húskarlavigin eru að meg-
inþunga viðureign Hallgerðar við Guruiar, tilraun hennar til hefnda
fyrir brigðin sem hún varð fyrir, er Gunnar mat meira vináttuna
við Njál en friðsamlega sambúð við hana.
En Gunnar lætur ekki haggast. í öllu þessu máli reynist hann heil-
steypt persóna, sem ekkert fær bifað. Sáttgjarn er hann og trúr
vinum sínum. Af samskiptum hans við eiginkonu sína er lítið sagt
nema í þá veru að „Gunnar kom heim af þingi og taldi á Hall-
gerði.“
Á yfirborðinu lýkur húskarlavígum með einskonar jafntefli. Báð-
ar hafa þær húsfreyjur sent jafnoft mann eða menn til víga. - En
hinu einvíginu lýkur langt í frá með jafntefli eða vopnahléi; það var.
að vísu aldrei opinberlega háð, en þar hefur Hallgerður samt beðið
geysilegan ósigur. Þeir sem síðastir falla, Sigmundur frændi Gunn-
ars og Skjöldur félagi hans, liggja meira að segja óbættir, þar til
Njáll býður Gunnari að fyrra hragði bætur. Gunnar hefur möo.
ekki látið konu sína hafa hin minnstu áhrif á sig, og við þann ósigur
er henni þungt að búa, enda er reitt hátt til næsta höggs.
Nú víkur sögunni að heyhón Gunnars í Kirkjubæ og síðar stuld-
inum, er Hallgerður sendir þrælinn Melkólf að stela mat frá Ot-
katli, - líkt og til hefnda fyrir synjunina. Þessi atburður hefur
löngum verið umdeildur. Menn hafa ýmist notað frásögnina til
þess að sverta Hallgerði svo sem kostur er, eða viljað afgreiða
hana sem viðbót síðari tíma. Einar 01. Sveinsson vildi skýra að
nokkru á nýjan veg. Hann segir:
... Annais tel ég engan efa á, hvað fyrir henni [Hallgerði] vakir. Hún er
á sína vísu að hefna Gunnars. Hún er, að kalla má, að reyna að bæta um sam-
búð þeirra, sem mjög hafði verið öðruvísi en skyldi. (Á Njálsbúð, 108).
Með þessu sýnist mér aðeins vikið að hluta veruleikans. Þetta er
möo. skýringin sem á yfirborðinu liggur, skýringin sem að um-
hverfinu snýr. En hugleiðum stuldinn nánar.
í fljótu bragði sýnist Hallgerður hafa skipulagt „hinn fullkomna