Skírnir - 01.01.1972, Page 154
152
HEIMIR PÁLSSON
SKÍRNIR
glæp“, sem enginn muni nokkru sinni fá vitneskju um nema sá sem
verknaðinn framdi og hún sjálf. - Og þó: Einn maður til hlaut
að komast að hinu sanna. Búrið á Hlíðarenda gat ekki fyllzt af mat
án þess húsbóndinn kæmist á snoðir um það. Þjófnaður er á
þjóðveldisöld einhver viðurstyggilegastur glæpa. En yfirhylming
er ekki miklu betri frá siðferðilegu sjónarmiði. Jafn sómakærum
manni og Gunnari Hámundarsyni hlaut að verða að því næstum
óbærileg skömm að verða að hylma yfir þjófnað.
Stuldurinn er framinn meðan Gunnar er víðs fjarri. Hann kemur
við fjölmenni heim af þingi. Og þá lætur Hallgerður höggið ríða:
í viðurvist fjölmennis her hún matinn á horð. Hún er nógu mikill
sálfræðingur til að skilja, að það er næsta líklegt að Gunnar þegi,
meðan ókunnugir heyra, næsta líklegt að hann láti sœmd sína og ger-
ist þjófsnautur. Sigur hennar væri þá næstum fullkominn - þó svo
málið kæmist aldrei í hámæli. I einvíginu við Gunnar voru öll
brögð leyfileg.
En ennþá hefur Hallgerður misreiknað bónda sinn. Enn reynist
hann henni ofjarl. Hann kveðst ekki skulu verða þjófsnautur „og
lýstur hana kinnhest“ (48. kap.). - Þetta, að vera barin í augsýn
fjöldans, jafnframt því sem Gunnar þvær hendur sínar, það er
hinn fullkomni ósigur.
I svipleiftri rifjast upp: „Þá reiddist Þorvaldur og laust hana í
andlitið ...“ (11. kap.), „Glúmur drap til hennar hendi sinni...“
(16. kap.). - Tvo menn hafði það kostað lífið, ef „ball á Hall-
gerði.“
Allt snýst málið í höndum Hallgerðar. Söguhöfundi verður æ
tíðræddara um sœmd Gunnars; hann getur sparað sér allt tal um
srnán Hallgerðar, svo er hún augljós.
Fremur þarf ekki að rekja sögu Hallgerðar. Einar Ól. Sveinsson
hefur sagt um föðurætt hennar, Dalamannakynið: „Stórlæti drekka
þeir í sig með móðurmjólkinni, og eru þeir ekki líklegir til að þola
svívirðu án þess að hafast eitthvað að.“ (Á Njálsbúð, 102). Einmitt
þetta er kjarni málsins: Stolt sem ekki þolir mótgerð. I ljósi undan-
genginnar baráttu við Gunnar og nefndra ósigra, verður framkoma
Hallgerðar við hann á hinzta degi í fullkomnu samræmi við það
sem vænta mátti. Einhvern tíma hlaut þessi stolta og skapharða kona
að koma fram hefnd.