Skírnir - 01.01.1972, Side 155
SKÍRNIR
HJÓNIN Á HLÍÐARENDA
153
III
Svo ólíkri skapgerð hefur höfundur Njáls sögu gætt hjónin á
Hlíðarenda, að athafnir þeirra hljóta að verða næsta sundurleitar.
Þetta speglast mjög ljóslega í því er til tylliástæðna tekur. Við höf-
um séð hér að framan, hvernig ýmsar athafnir Hallgerðar eru af
því tæi að nauðsyn lék á að finna einhverj ar tylliástæður fyrir þeim.
I allri sögu Gunnars kemur notkun slíkra tylliástæðna aðeins fyrir
einu sinni, en þá líka svo um munar.
Einar 01. Sveinsson hefur sagt að lýsingu eins og í fyrstu kynn-
ingu Gunnars Hámundarsonar sé
... að líkja viff skilgreining stærðfræðings; þaS er í eitt skipti fyrir öll sagt,
hvað manni Gunnar frá Hlíðarenda er, þannig og ekki öðruvísi er hann, og
heldur áfram að vera alla söguna, rétt eins og þríhymingurinn heldur áfrarn
að vera eins - aS minnsta kosti út alla kennslubókina, ef ekki um aldir alda.
... Þetta listform sjálft opinberar trú á, að menn séu sífellt samir við sig.
Sama verður uppi á teningnum, sé sögunni fylgt lengra fram: Gunnar breyt-
ist ekkert. Eins og líkamleg atgervi hans er söm, svo er og um skapsmunina.
Manna kurteisastur, glæsimenni, góðmenni, svo vill sagan það vera láta. MeS
tilfinningasemi, viðkvæmni, sem líkari er nútíðinni en tíS Ólafs Tryggvason-
ar, þykir honum sárt aS vega menn. .. . Og eins og mjúklundaður listamaður
verður hann svo gripinn af fegurð HlíSarinnar, er hann á að fara af landi
brott, að hann gleymir jámhörðum veruleikanum, sem þeirrar tíðar mönnum
gat annars ekki verið gjarnt að gleyma. Vísan, sem hann kveður í haugnum,
kynni að benda til annars skilnings á afturhvarfi hans, að það hafi verið of-
metnaður og ofurkapp, hybris, sem honum varð að falli, eins og svo mörg-
um öðmm hetjum fyrr og síðar. En í sögunni er með öllu horfinn sá skilning-
ur, og vísan er eins og hamar, sem stendur eftir af sokknum jarðlögum. ... -
(Kyrrstaða og þróun í fornum mannlýsingum; ViS uppspretturnar, Rvk. 1956,
69-70, áður í Vöku 1928).
Næstum virðist mega hta svo á sem þessi greinarkafli sé eins-
konar andsvar við grein Sigurðar Guðmundssonar um Gunnar Há-
mundarson í Skírni 1918. Einar Olafur nefnir grein Sigurðar, en
virðist ekki taka teljandi mark á kenningunni um ofdramb Gunn-
ars. Fullkomin ástæða sýnist mér til að athuga það nánar.
Sigurður Guðmundsson varði miklu efni og rúmi til að færa rök
fyrir því að Gunnar sögunnar kynni að vera önnur persóna en
Gunnar veruleikans. Þetta er vitaskuld óþarft að ræða sé gengið
út frá nútímalegri skilningi á sögunum. Hins vegar eru mjög at-