Skírnir - 01.01.1972, Page 156
154
HEIMIR PÁLSSON
SKÍRNIR
hyglisverðir þeir staðir sögunnar, sem beindu Sigurði á þessa braut,
þeas. staðir þar sem næstum virðast á ferli tveir ,Gunnarar‘. Tvö
dæmi eru áhugaverðust, fyrir utan vísuna sem Einar Ól. Sveins-
son nefnir.
Fyrra dæmisins gat Einar Ólafur einnig í tilvitnuðum orðum.
Það er þegar Gunnar hefur sjálfur orð á því í sögunni, að hann
viti ekki „hvort ég mun því óvaskari maður en aðrir menn sem
mér þykir meira fyrir en öðrum mönnum að vega menn“ (54.
kap.). Hér skýtur býsna skökku við: Gunnar Hámundarson er
einhver afkastamestur vígamaður í fornsögum! Báðum þótti þetta
kynlegt, Sigurði og Einari, en hvorugur virðist þó efast um að
Gunnari eigi að vera alvara.
Hitt dæmið sem illa stenzt, er þegar Geir goði er látinn brýna
Gunnar svo felldum orðum: „Munt þú þá skora mér á hólm,
sem þú ert vanur, og þola eigi lög?“ (56. kap.). Hér þótti Sigurði
líklegast að höfundur hefði einhverju skotið undan af vígaferlum
Gunnars, en frá sjónarmiði nútimalesanda er máski allt eins senni-
legt að hann hafi þegar verið farinn að hugsa um hólmgöngu-
áskorunina til Úlfs Uggasonar, skömmu síðar í sögunni. Ella virð-
ist nokkuð djúpt tekið í árinni, því Gunnar hefur aðeins einu sinni
- með orðum Sigurðar Guðmundssonar - ,skotið máli sínu til
hnefaréttar1. Vera kann þó, að þétta skýrist öðruvísi. Verður nú
ekki hjá því komizt að rifja lítillega upp sögu Gunnars.
Ferli Gunnars í Njálu má í grófum dráttum skipta í 7 þætti:
1. Afskipti af deilum Hrúts og Unnar Marðardóttur.
(Kap. 19-24).
2. Utanför. (Kap. 28-32).
3. Kvonfang. Deilur Hallgerðar og Bergþóru.
(Kap. 33^15).
4. Viðureign við Otkel Skarfsson og eftirmál.
(Kap. 47-56).
5. Viðureign við Starkað Barkarson og eftirmál.
(Kap. 58-66).
6. Viðureign við Þorgeir Otkelsson og þá nafna; - eftirmál.
(Kap. 67-74).
7. Sættarrof og ævilok.
Sé nú rakinn ferill persónunnar úr þessum 7 þáttum, verður fljótt