Skírnir - 01.01.1972, Page 157
SKÍRNIR
HJÓNIN Á HLÍÐARENDA
155
ljóst að þar er um mjög ákveðna stígandi að ræða, stígandi sem
erfitt er að stilla sig um að kalla þróun.
I fyrsta þætti á Gunnar ungur og óreyndur í deilu við harðfeng-
inn vitsmunamann og hefur með tilstyrk Njáls hetur í hvoru
tveggja, vitsmunum og harðfengi, því að ljóst er að lögfræðilegur
sigur gæti unnizt, þótt Gunnar kjósi að fella Hrút á eigin hragði,
sækja hann með eigin vopnum, ef svo má segja. Er það raunveru-
lega í fullu samræmi við alla meðferð málsins, þar sem Hrútur
hafði fyrst verið látinn leggja á öll ráð. Mætti í því sambandi
spyrja, hvort ekki hljóti að hafa verið áhka skömm að því að falla
fyrir eigin ráðum og fyrir eigin vopnum. - Af málinu öllu hlýtur
Gunnar greinilega frægð, þótt réttilega bendi Sigurður Guðmunds-
son á að Höskuldur Dalakollsson kalli atferli hans „ójöfnuð“. En
frásögn sögunnar lýkur á þá lund, að „hafði Gunnar hina mestu
sœmd af málinu“ (24. kap.).
Af utanförinni verður Gunnar Ijóslega víðfrægur. Til þess er þó
lekið við heimkomuna, að þeir Kolskeggur „voru blíðir við heima-
menn sína, og hafði ekki vaxið dramb þeirra“ (32. kap.). - Njáll
ræður Gunnari heimkomnum frá því að ríða til þings, en Kol-
skeggur hvetur: „mun þar vaxa sœmd þín við, því að margur mun
þar að þér víkja.“ (Loc. cit.). Svar Gunnars: „Lítt hef ég það
skap haft að hrósa mér, en gott þykir mér að finna góða menn,“
er etv. fullgott, en þó er í því kyndugur tvískinnnungur. Þeim er svo
mælir, gerir bæði sárt og að klæja.
Áður er á það bent, hversu mikla áherzlu Gunnar leggur á að
halda vináttunni við Njál, meðan á deilum þeirra húsfreyja stend-
ur. Er sú framkoma vissulega í fullu samræmi við það sem sagði í
lýsingu hans í upphafi: „stilltur vel, vinfastur og vinavandur“ (19.
kap.). Jafnframt tekst honum að gæta þess að ekki falli blettur á
sæmdarskjöldinn. Gaman er að virða fyrir sér svar hans, er Njáll
býður bætur fyrir Sigmund: „Fyrir löngu var hann bættur, en þó
vil ég eigi drepa hendi við sóma mínum.“ (45. kap.). Væri möo.
ekki sæmd Gunnars hætta búin, fengi Sigmundur að liggja.
Ekki er þörf á að rekja viðskipti Gunnars við Otkel. Þjófnaðar-
málið snýst svo í höndum Otkels, að frásögn af því lýkur þann veg:
„Gunnar hafði mikla sœmd af málinu.“ (51. kap.). Sjálfdæmi
hafði Gunnar fengið, og ekki kennir beinlínis lítillætis að gerðar-