Skírnir - 01.01.1972, Síða 158
156
HEIMIR PÁLSSON
SKÍRNIR
lokum, er hann segir: „En ef yður þykir betra, að vér séum ósáttir,
þá læt ég þess enn kost. .(loc. cit.). - Að loknum málaferlum
eftir víg þeirra Otkels, lýkur frásögn svo: „Situr Gunnar nú heima
í sœmd sinni.“ (56. kap.).
Þá tekur við viðureign Gunnars og þeirra Starkaðar og eftirmál
eftir hana. Upphafið má rekja til fáfengilegs stolts yfir vígahestum.
Sandgilsbræður bjóða Gunnari hestaat:
„Kost munt þú láta að etja,“ segja þeir, „og gat þess til Hildigunnur, að þú
mundir góður af hestinum.“
„Hví töluðuð þér um það?“ segir Gunnar.
„Þeir menn voru,“ segja þeir, „er það mæltu, að enginn myndi þora að etja
við vom hest.“
„Þora mun ég að etja,“ segir Gunnar, „en grálega þykir mér þetta mælt.“
(58. kap.).
Greinilegur munur er á málaferlunum eftir bardagann við Knafa-
hóla og áður eftir Rangárbardagann. Allt er nú sótt af vaxandi
hörku. Gunnari dugar ekki annað en gagnstefnur. En svo lýkur
málinu:
Svo átti Gunnar margan vin á þingi, að hann bætti þá upp öll vígin þegar,
en gaf gjafir þeim höfðingjum, er honum höfðu lið veitt, og hafði af hina
mestu sæmd af öllu, og urðu allir á það sáttir, að enginn væri hans jafningi í
Sunnlendingafjórðungi. Reið Gunnar heim af þingi og situr nú um kyrrt, en
þó öfunduðu mótstöðumenn hans mjög hans sæmd. (66. kap.).
Við þetta er engu að bæta.
Viðureignin við þá nafna Þorgeir Otkelsson og Þorgeir Starkað-
arson er býsna stuttaraleg. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að
koma Þorgeiri Otkelssyni undir atgeir Gunnars og láta hann
þannig vega tvisvar í sama knérunn, svo að lögmálið, spá Njáls,
megi rætast. Allt fer það sem vænta má. Eftir bardaga við Rangá,
þar sem Þorgeir Otkelsson hefur fallið, leggur Þorgeir Starkaðar-
son á flótta:
„Leggjum við nú eftir þeim,“ segir Kolskeggur, „og tak þú bogann og örv-
arnar, og muntu komast í skotfæri við Þorgeir."
Gunnar segir: „Eyðast munu þó þykja fésjóðirnir, um það er þessir eru
hættir, er hér liggja nú dauðir.“
„Ekki mun þér féfátt verða," segir Kolskeggur, „en Þorgeir mun eigi af
láta fyrr en hann ræður þér bana.“